Rússland er með framtíð efnahags Tyrklands í hendi sér Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Tómataframleiðsla er mikil í Tyrklandi en hugsanlegar efnahagsaðgerðir Rússa gætu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá framleiðslu. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill mæta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ræða við hann augliti til auglitis í París í næstu viku á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst. Pútín hefur krafist þess að Tyrkir biðjist afsökunar á því að hafa grandað herþotu sem flaug inn í Tyrkneska lofthelgi á þriðjudaginn. Hann muni ekki ræða við Erdogan fyrr en afsökunarbeiðni hafi borist. Þá hefur Erdogan harðneitað að biðjast afsökunar. „Ef það er einhver sem þarf að biðjast afsökunar þá erum það ekki við,“ sagði Erdogan í ávarpi á fimmtudaginn. „Þeir sem vanhelguðu lofthelgi okkar eru þeir sem þurfa að biðjast afsökunar. Flugmenn okkar og her voru einfaldlega að sinna skyldu sinni,“ sagði hann. Þá hefur Erdogan sagt að honum þyki það miður að samskipti ríkjanna hafi versnað en ekki er útlit fyrir þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja á næstunni. Rússar hafa boðað umfangsmiklar þvingunaraðgerðir gagnvart Tyrklandi. Aðgerðir gegn Tyrkjum kynnu að hafa afdrifaríkar afleiðingar en Rússland er mikilvægasti viðskiptafélagi Tyrklands á eftir Þýskalandi. Um 3,5 milljónir Rússa sækja Tyrkland heim árlega og ferðaþjónustan í Tyrklandi leggur um 13 þúsund milljarða króna til landsframleiðslu Tyrklands, enn fremur starfa um 2,1 milljón manns við ferðaþjónustuna í Tyrklandi. Um 60 prósent af öllu jarðgasi og 30 prósent af allri olíu sem Tyrkir kaupa koma frá Rússlandi og árið 2014 voru tekjur af útflutningi til Rússlands sem nemur um 3.300 milljörðum króna. Nú þegar hefur landbúnaðarráðherra Rússlands tilkynnt um að ríflega 15 prósent innfluttra matvæla frá Tyrklandi standist ekki heilbrigðisstaðla í Rússlandi. Gennady Onishchenko, fyrrverandi yfirmaður matvælaeftirlitsins í Rússlandi, lét hafa eftir sér í vikunni að hver tyrkneskur tómatur sem Rússar keyptu færi í að fjármagna næsta loftskeyti til að granda rússneskri þotu. En rúmlega 20 prósent af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands koma frá Tyrklandi. Þá tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær að frjálsum fólksflutningum á milli ríkjanna yrði hætt þann 1. janúar næstkomandi og vegabréfsáritunar yrði krafist. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill mæta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ræða við hann augliti til auglitis í París í næstu viku á sama tíma og loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst. Pútín hefur krafist þess að Tyrkir biðjist afsökunar á því að hafa grandað herþotu sem flaug inn í Tyrkneska lofthelgi á þriðjudaginn. Hann muni ekki ræða við Erdogan fyrr en afsökunarbeiðni hafi borist. Þá hefur Erdogan harðneitað að biðjast afsökunar. „Ef það er einhver sem þarf að biðjast afsökunar þá erum það ekki við,“ sagði Erdogan í ávarpi á fimmtudaginn. „Þeir sem vanhelguðu lofthelgi okkar eru þeir sem þurfa að biðjast afsökunar. Flugmenn okkar og her voru einfaldlega að sinna skyldu sinni,“ sagði hann. Þá hefur Erdogan sagt að honum þyki það miður að samskipti ríkjanna hafi versnað en ekki er útlit fyrir þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja á næstunni. Rússar hafa boðað umfangsmiklar þvingunaraðgerðir gagnvart Tyrklandi. Aðgerðir gegn Tyrkjum kynnu að hafa afdrifaríkar afleiðingar en Rússland er mikilvægasti viðskiptafélagi Tyrklands á eftir Þýskalandi. Um 3,5 milljónir Rússa sækja Tyrkland heim árlega og ferðaþjónustan í Tyrklandi leggur um 13 þúsund milljarða króna til landsframleiðslu Tyrklands, enn fremur starfa um 2,1 milljón manns við ferðaþjónustuna í Tyrklandi. Um 60 prósent af öllu jarðgasi og 30 prósent af allri olíu sem Tyrkir kaupa koma frá Rússlandi og árið 2014 voru tekjur af útflutningi til Rússlands sem nemur um 3.300 milljörðum króna. Nú þegar hefur landbúnaðarráðherra Rússlands tilkynnt um að ríflega 15 prósent innfluttra matvæla frá Tyrklandi standist ekki heilbrigðisstaðla í Rússlandi. Gennady Onishchenko, fyrrverandi yfirmaður matvælaeftirlitsins í Rússlandi, lét hafa eftir sér í vikunni að hver tyrkneskur tómatur sem Rússar keyptu færi í að fjármagna næsta loftskeyti til að granda rússneskri þotu. En rúmlega 20 prósent af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands koma frá Tyrklandi. Þá tilkynnti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í gær að frjálsum fólksflutningum á milli ríkjanna yrði hætt þann 1. janúar næstkomandi og vegabréfsáritunar yrði krafist.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira