Boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2015 19:00 Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra. Alþingi Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira