Rúllukragar í hinum ýmsu útgáfum voru vinsælir á tískupöllunum fyrir veturinn, og má segja að þessi klassíska flík sé komin aftur til að vera.
Nú þegar veturinn hefur loksins látið sjá sig er rúllukraginn tilvalinn til þess að klæða af sér kuldann. Þunnir rúllukragabolir henta vel undir þykkar peysur og kjóla og prjónuðu rúllukragapeysurnar hlýja í frostinu.
Hér fyrir neðan má sjá hugmyndir af því hvernig hægt er að nota rúllukragann á fjölbreyttan hátt.






