Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. nóvember 2015 06:45 Tom Brady er aðalatriðið á endurlausnartúrnum 2015. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi Super Bowl-meistara New England Patriots í NFL-deildinni, er reiður. Hann er af mörgum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn, hefur unnið fjóra Super Bowl-titla, á glæsilega konu, heilbrigð börn og lífið leikur við hann. En Brady er samt reiður og hann hefur verið reiður í fimmtán ár eða síðan hann var valinn númer 199 í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2000. Það kveikti bál í honum sem hefur ekki slokknað og menn gera ekki annað en að hella bensíni á bálið hans Brady. Tom Brady og félagar í New England unnu tíunda leikinn í röð í NFL-deildinni aðfaranótt þriðjudags þegar þeir tóku Buffalo Bills á heimavelli, 20-13. Brady, sem er 38 ára gamall, er að spila betur en nokkru sinni fyrr og verður bara betri með aldrinum. Það sem kveikti í honum nýjasta neistann var þegar hann átti að vera búinn í fjórðu leikviku í fyrra og svo þegar hann var sakaður um svindl í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í byrjun árs. Síðan þá hefur hann verið á endurlausnartúrnum 2015 eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum. Fyrsti bensíndropinn Þann 29. september í fyrra tapaði New England fyrir Kansas City á útivelli í svokölluðum Monday Night Football sem er á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum. Úrslit í svoleiðis leikjum hafa alltaf mikla þýðingu því þúsundir spekinga um alla Ameríku kryfja þá leiki til mergjar alla vikuna sem eftir er. Tom Brady ætlar sér alla leið í vetur.vísir/getty New England tapaði ekki bara leiknum heldur var liðið rassskellt, 41-11. Þarna var ferli Toms Brady lokið að margra mati. „Nú þurfa menn bara að átta sig á því að Tom Brady er á niðurleið. New England vinnur ekki mikið fleiri leiki á þessu tímabili og því verður að leyfa nýliðanum Jimmy Garappolo að spila. Hann er framtíðin,“ sagði einn af virtari spekingum Bandaríkjanna um NFL-deildina. Á einu augabragði var allt búið. Brady var ekki búinn að vinna Super Bowl í áratug og tapa tvisvar í röð í sjálfum úrslitaleiknum. „Við einbeitum okkur núna að Cincinnati,“ var svar Bills Belichick, þjálfara New England, við hverri einustu spurningu á blaðamannafundinum eftir leikinn. Og Patriots einbeitti sér svo sannarlega að Cincinnati. Í næsta leik, meðan allir biðu eftir náðarhögginu, svöruðu Brady og liðið fyrir sig með 43-17 sigri. Patriots vann tíu af næstu tólf leikjum sínum á leiktíðinni og stóð uppi sem Super Bowl-meistari í fjórða sinn. Brady var valinn besti leikmaðurinn (MVP eða most valuable player) í SB í þriðja sinn, hreinsaði upp öll metin í úrslitakeppninni sem hann átti eftir og jafnaði átrúnaðargoð sitt, Joe Montana, fyrrverandi leikstjórnanda San Francisco 49ers, með sínum fjórða meistaratitli. Tom Brady jafnaði átrúnargoðið sitt Joe Montana með fjórða Super Bowl-titlinum.vísir/getty Tom „Shady“ Brady fékk ekki langan tíma til að fagna sigrinum því New England, sem áður hefur verið sakfellt fyrir að svindla, meðal annars með því að taka upp æfingar mótherjanna, var sakað af Indianapolis Colts um að hafa tekið smá loft úr boltunum sem notaðir voru í fyrri hálfleik í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar, sem er í raun undanúrslitaleikurinn. Patriots vann leikinn, 45-7. Roger Godell, framkvæmdastjóri NFL, setti í gang rannsókn og yfirmaður hennar skilaði skýrslu sem átti að sanna að Tom Brady hefði „mögulega vitað af áætlun starfsmanna Patriots um að taka loft úr boltunum“ eins og það er orðað í skýrslunni. Godell setti Brady í fjögurra leikja bann en Patriots stóð þétt við bakið á sínum manni og Brady fylltist viðbjóði við ásökun um svindl. Það tæki fleiri blaðsíður en í boði eru hér til að útskýra Deflate Gate, eins og málið var kallað. Í grunninn er erfitt að standa ekki með NFL-deildinni því þeir sem beita bara heilbrigðri skynsemi átta sig fljótt á að Patriots var að öllum líkindum með óhreint mjöl í pokahorninu. En um það er ekki spurt þegar mál fara fyrir dóm. Brady fór með málið fyrir almenna dómstóla og þar var gjörsamlega valtað yfir rannsóknarskýrslu NFL-deildarinnar. Hún var gerð af manni sem framkvæmdastjórinn réð í ákveðnum tilgangi og sannaði í raun ekki neitt. Banni Brady, sem margir kölluðu Tom „Shady“ á þessum tíma, var aflétt. Honum leiðist alls ekkert að vinna hvern leikinn á fætur öðrum og troða þessu banni ofan í kokið á Godell. Endurlausnartúrinn 2015 heldur áfram að rúlla hjá Brady og sér ekki fyrir endann á sigurhrinu Patriots. Tom Brady er að spila betur en nokkru sinni fyrr.vísir/getty Stjörnur úr Kolaportinu Hversu góður er Tom Brady? Svarið er ótrúlega. Hann er ótrúlega góður. Aðeins einu sinni á ferli sínum hefur hann verið með alvöru útherja (wide receiver, þeir sem hlaupa og grípa boltann) til að kasta á. Annars eru þetta mestmegnis gaurar sem sóttir eru í Kolaportið. Brady hefur tekið á sig tvær stórar launalækkanir á síðustu árum til þess að gera Patriots kleift að hlaða í kringum sig alvöru vopnum. En aldrei koma þau. Í staðinn fyrir að fá alvöru sóknarmenn eða sækja þá í nýliðavalinu er öllu eytt í vörnina hjá Patriots. Það er líka alveg ágætis hugmynd því ef varnarleikurinn er góður og Brady fær boltann nógu oft er von á góðu. Ef Brady er með sína bestu sveit heila er í kringum hann hlauparinn LeGarrette Blount, sem ekki var valinn í nýliðavalinu þegar hann kom úr háskóla. Útherjarnir eru svo Julian Edelman (ekki valinn), Danny Amendola (ekki valinn) og Brandon LaFell (valinn í þriðju umferð). Miðherjinn, sá sem réttir Brady boltann og er gríðarlega mikilvægur fyrir leikstjórnandann, David Andrews, var ekki heldur valinn í nýliðavalinu. Þetta heldur svo áfram. Mennirnir sem verja hvor sína hliðina á honum og eiga að passa að enginn nái til hans voru valdir í annarri og fimmtu umferðinni. Brady er bara svo fljótur að losa boltann að það skiptir í raun engu máli hvernig sóknarlínan er. Patriots stillti upp 20. mögulegu sóknarlínunni 20. leikinn í röð. Í vörninni eru ekkert nema strákar sem voru valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. Háskólastjörnur sem allir vissu að eitthvað ættu að geta. Í sóknarleiknum eru bara menn sem Brady er búinn að gera að stjörnum. vísir/getty Fimmti væri fullkomnun Allt þetta bensín sem búið er að hella á bálið hjá Brady hefur bara gert hann hungraðri í fleiri sigra. Hann er ekki hættur. Hann þráir að fá Lombardi-bikarinn afhentan af Roger Godell í febrúar á næsta ári eftir fimmta Super Bowl-sigurinn. Ekkert myndi gleðja hinn annars glaðlynda en þó bálreiða Tom Brady meira en að láta manninn sem setti hann í bann fyrir svindl afhenda sér bikarinn fyrir að vera bestur. Það yrði toppurinn á endurlausnartúrnum 2015. Vinni Brady fimmta Super Bowl-leikinn fer hann einn á toppinn. Enginn hefur unnið fleiri en fjóra og þá myndi hann gera metin sín í úrslitakeppninni enn torslegnari. Þetta kveikir í Brady. Maðurinn sem var valinn númer 199 vill láta minnast sín sem leikmanns númer eitt. NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi Super Bowl-meistara New England Patriots í NFL-deildinni, er reiður. Hann er af mörgum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn, hefur unnið fjóra Super Bowl-titla, á glæsilega konu, heilbrigð börn og lífið leikur við hann. En Brady er samt reiður og hann hefur verið reiður í fimmtán ár eða síðan hann var valinn númer 199 í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2000. Það kveikti bál í honum sem hefur ekki slokknað og menn gera ekki annað en að hella bensíni á bálið hans Brady. Tom Brady og félagar í New England unnu tíunda leikinn í röð í NFL-deildinni aðfaranótt þriðjudags þegar þeir tóku Buffalo Bills á heimavelli, 20-13. Brady, sem er 38 ára gamall, er að spila betur en nokkru sinni fyrr og verður bara betri með aldrinum. Það sem kveikti í honum nýjasta neistann var þegar hann átti að vera búinn í fjórðu leikviku í fyrra og svo þegar hann var sakaður um svindl í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í byrjun árs. Síðan þá hefur hann verið á endurlausnartúrnum 2015 eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum. Fyrsti bensíndropinn Þann 29. september í fyrra tapaði New England fyrir Kansas City á útivelli í svokölluðum Monday Night Football sem er á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum. Úrslit í svoleiðis leikjum hafa alltaf mikla þýðingu því þúsundir spekinga um alla Ameríku kryfja þá leiki til mergjar alla vikuna sem eftir er. Tom Brady ætlar sér alla leið í vetur.vísir/getty New England tapaði ekki bara leiknum heldur var liðið rassskellt, 41-11. Þarna var ferli Toms Brady lokið að margra mati. „Nú þurfa menn bara að átta sig á því að Tom Brady er á niðurleið. New England vinnur ekki mikið fleiri leiki á þessu tímabili og því verður að leyfa nýliðanum Jimmy Garappolo að spila. Hann er framtíðin,“ sagði einn af virtari spekingum Bandaríkjanna um NFL-deildina. Á einu augabragði var allt búið. Brady var ekki búinn að vinna Super Bowl í áratug og tapa tvisvar í röð í sjálfum úrslitaleiknum. „Við einbeitum okkur núna að Cincinnati,“ var svar Bills Belichick, þjálfara New England, við hverri einustu spurningu á blaðamannafundinum eftir leikinn. Og Patriots einbeitti sér svo sannarlega að Cincinnati. Í næsta leik, meðan allir biðu eftir náðarhögginu, svöruðu Brady og liðið fyrir sig með 43-17 sigri. Patriots vann tíu af næstu tólf leikjum sínum á leiktíðinni og stóð uppi sem Super Bowl-meistari í fjórða sinn. Brady var valinn besti leikmaðurinn (MVP eða most valuable player) í SB í þriðja sinn, hreinsaði upp öll metin í úrslitakeppninni sem hann átti eftir og jafnaði átrúnaðargoð sitt, Joe Montana, fyrrverandi leikstjórnanda San Francisco 49ers, með sínum fjórða meistaratitli. Tom Brady jafnaði átrúnargoðið sitt Joe Montana með fjórða Super Bowl-titlinum.vísir/getty Tom „Shady“ Brady fékk ekki langan tíma til að fagna sigrinum því New England, sem áður hefur verið sakfellt fyrir að svindla, meðal annars með því að taka upp æfingar mótherjanna, var sakað af Indianapolis Colts um að hafa tekið smá loft úr boltunum sem notaðir voru í fyrri hálfleik í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar, sem er í raun undanúrslitaleikurinn. Patriots vann leikinn, 45-7. Roger Godell, framkvæmdastjóri NFL, setti í gang rannsókn og yfirmaður hennar skilaði skýrslu sem átti að sanna að Tom Brady hefði „mögulega vitað af áætlun starfsmanna Patriots um að taka loft úr boltunum“ eins og það er orðað í skýrslunni. Godell setti Brady í fjögurra leikja bann en Patriots stóð þétt við bakið á sínum manni og Brady fylltist viðbjóði við ásökun um svindl. Það tæki fleiri blaðsíður en í boði eru hér til að útskýra Deflate Gate, eins og málið var kallað. Í grunninn er erfitt að standa ekki með NFL-deildinni því þeir sem beita bara heilbrigðri skynsemi átta sig fljótt á að Patriots var að öllum líkindum með óhreint mjöl í pokahorninu. En um það er ekki spurt þegar mál fara fyrir dóm. Brady fór með málið fyrir almenna dómstóla og þar var gjörsamlega valtað yfir rannsóknarskýrslu NFL-deildarinnar. Hún var gerð af manni sem framkvæmdastjórinn réð í ákveðnum tilgangi og sannaði í raun ekki neitt. Banni Brady, sem margir kölluðu Tom „Shady“ á þessum tíma, var aflétt. Honum leiðist alls ekkert að vinna hvern leikinn á fætur öðrum og troða þessu banni ofan í kokið á Godell. Endurlausnartúrinn 2015 heldur áfram að rúlla hjá Brady og sér ekki fyrir endann á sigurhrinu Patriots. Tom Brady er að spila betur en nokkru sinni fyrr.vísir/getty Stjörnur úr Kolaportinu Hversu góður er Tom Brady? Svarið er ótrúlega. Hann er ótrúlega góður. Aðeins einu sinni á ferli sínum hefur hann verið með alvöru útherja (wide receiver, þeir sem hlaupa og grípa boltann) til að kasta á. Annars eru þetta mestmegnis gaurar sem sóttir eru í Kolaportið. Brady hefur tekið á sig tvær stórar launalækkanir á síðustu árum til þess að gera Patriots kleift að hlaða í kringum sig alvöru vopnum. En aldrei koma þau. Í staðinn fyrir að fá alvöru sóknarmenn eða sækja þá í nýliðavalinu er öllu eytt í vörnina hjá Patriots. Það er líka alveg ágætis hugmynd því ef varnarleikurinn er góður og Brady fær boltann nógu oft er von á góðu. Ef Brady er með sína bestu sveit heila er í kringum hann hlauparinn LeGarrette Blount, sem ekki var valinn í nýliðavalinu þegar hann kom úr háskóla. Útherjarnir eru svo Julian Edelman (ekki valinn), Danny Amendola (ekki valinn) og Brandon LaFell (valinn í þriðju umferð). Miðherjinn, sá sem réttir Brady boltann og er gríðarlega mikilvægur fyrir leikstjórnandann, David Andrews, var ekki heldur valinn í nýliðavalinu. Þetta heldur svo áfram. Mennirnir sem verja hvor sína hliðina á honum og eiga að passa að enginn nái til hans voru valdir í annarri og fimmtu umferðinni. Brady er bara svo fljótur að losa boltann að það skiptir í raun engu máli hvernig sóknarlínan er. Patriots stillti upp 20. mögulegu sóknarlínunni 20. leikinn í röð. Í vörninni eru ekkert nema strákar sem voru valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. Háskólastjörnur sem allir vissu að eitthvað ættu að geta. Í sóknarleiknum eru bara menn sem Brady er búinn að gera að stjörnum. vísir/getty Fimmti væri fullkomnun Allt þetta bensín sem búið er að hella á bálið hjá Brady hefur bara gert hann hungraðri í fleiri sigra. Hann er ekki hættur. Hann þráir að fá Lombardi-bikarinn afhentan af Roger Godell í febrúar á næsta ári eftir fimmta Super Bowl-sigurinn. Ekkert myndi gleðja hinn annars glaðlynda en þó bálreiða Tom Brady meira en að láta manninn sem setti hann í bann fyrir svindl afhenda sér bikarinn fyrir að vera bestur. Það yrði toppurinn á endurlausnartúrnum 2015. Vinni Brady fimmta Super Bowl-leikinn fer hann einn á toppinn. Enginn hefur unnið fleiri en fjóra og þá myndi hann gera metin sín í úrslitakeppninni enn torslegnari. Þetta kveikir í Brady. Maðurinn sem var valinn númer 199 vill láta minnast sín sem leikmanns númer eitt.
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira