Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Höttur 95-81 | ÍR landaði stigunum Árni Jóhannsson í Hertz-hellinum skrifar 26. nóvember 2015 22:15 Björgvin Hafþór Ríkharðsson sækir á Tobin Carberry. vísir/anton brink ÍR-ingar lönduðu þriðja sigri sínum í vetur fyrr í kvöld þegar þeir lögðu Hött af velli 95-81. Heimamenn náðu tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Höttur er því enn án stiga á botni deildarinnar en ÍR er komið með sex stig. Höttur byrjaði örlítið betur í leiknum í kvöld og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Eftir það náði ÍR 9-0 sprett og þar með öllum völdum í leiknum. Heimamenn komust mest 12 stigum yfir í fyrsta leikhluta og á meðan þeim gekk allt í haginn að opna vörn gestanna þá var Höttur í stökustu vandræðum með sinn sóknarleik. Tobin Carberry, aðalskorari Hattar, var t.d. stigalaus í fyrsta leikhluta. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleik Hattar var Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 13 stig í leikhlutanum. Að leikhlutanum loknum var staðan 28-17. Sömu söguna er að segja af öðrum leikhluta, Höttur í vandræðum og heimamenn léku við hvern sinn fingur. Leikhlutinn var þó í eign Kristjáns Péturs Andréssonar, skuldlaust. Strákurinn gekk úr mannlegum ham sallaði niður fimm þristum í átta skotum og endaði leikhlutann með 17 stig. Sannkölluð flugeldasýning. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 52-36 fyrir ÍR og sigurinn blasti við Breiðhyltingum. Aðeins meira lífsmark var með gestunum í þriðja leikhluta heldur hafði verið í fyrri hálfleik. Þeir hertu á sínum leik og uppskáru það að ná forskotinu úr 20 stigum niður í 10 stig en við það virtist gasið klárast og ÍR-ingar gengur á lagið. Hertu vörnina aftur og fóru að leyfa sóknum sínum að fljóta betur og opna gestina. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 74-59. ÍR-ingar slökuðu ekki á klónni í seinasta leikhlutanum og voru búnir að auka muninn aftur upp í 20 stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Gestirnir frá Egilsstöðum ógnuðu aldrei forskoti heimamanna og fór að lokum að ÍR vann 95-81. Góð vörn og ákveðinn sóknarleikur sköpuðu þennan sigur í kvöld fyrir Breiðhyltinga en Höttur leitar enn að sínum fyrsta sigri en staða liðsins hlýtur að fara að reyna á andlega hlið leikmanna Hattar. Jonathan Mitchell var stigahæstur heimamanna með 22 stig ásamt því að rífa niður 11 fráköst. Gestirnir fengu flest stig frá Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 28 stig.ÍR-Höttur 95-81 (28-17, 24-19, 22-23, 21-22)ÍR: Jonathan Mitchell 22/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 19, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Sveinbjörn Claessen 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Trausti Eiríksson 2, Daði Berg Grétarsson 2.Höttur: Mirko Stefán Virijevic 28/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 17/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16, Tobin Carberry 15/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst.Borce Ilievski: Það var að duga eða drepast hjá okkur í kvöld Þjálfari ÍR-inga gat verið ánægður með sína menn en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Hann var spurður að því hvað liðið hans hafi gert vel í kvöld. „Við vorum mjög mótiveraðir fyrir leikinn í kvöld fyrst og fremst, við reyndum að spila eins góða vörn og við gátum. Ég er búinn að segja við strákana mína að þetta snýst um vörn fyrst og fremst og veltur það á vörninni hvort við vinnum eða töpum. Við nálguðumst leikinn mjög vel að því leiti. Mér fannst við eiga sigurinn skilið.“ „Þetta var samt ekki auðveldur leikur, við misstum stundum einbeitinguna á köflum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta hjá okkur. Til dæmis á þeim augnablikum þegar úrslitin eru ekki ráðin þá þurfum við að vera einbeittir og spila góða vörn. Ég hafði þá áhyggjur af fjölda tapaðra bolta hjá okkkur, 18 í heildina, það er ekki leyfilegt. Við þurfum að fækka þeim niður í 8 til 11. 18 er of mikið.“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, það var eiginlega að duga eða drepast hjá okkur, ég hef einungis verið með liðinu í níu daga þannig að það er haugur af tækifærum til að bæta leik okkar í framtíðinni.“ Borce var að lokum spurður út í framtíð liðsins í vetur. „Ég hlakka mjög mikið til vetrarins, það er mikið af möguleikum hjá þessu liði. Það er fullt af íþróttamönnum í liðinu sem eru hæfileikaríkir og hafa viljann til þess að bæta leik sinn. Því miður höfum við ekki haft tíma til að laga okkar leik. Við höfum verið að fá á okkur 100 stig að meðaltali en lækkum það niður í dag en við þurfum að koma tölunni undir 75 stig og jafnvel 70.“Viðar Örn Hafsteinsson: Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum „Það var ekkert í leik okkar í dag sem vekur hjá mér bjartsýni. Við lélegir, flatir og varnarleikur okkar var skelfilegur. Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum. ÍR-ingar voru miklu betri en við“, sagði þjálfari Hattar, ómyrkur í máli eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld. „Við reynum að bæta okkar leik í hverri og að menn stígi upp, sóknarleikur okkar var í lagi, við vorum að fá galopin skot en menn verða að hitta úr þeim. Það er erfitt þegar búið er að ganga svona illa, að snúa þessu við, þetta er orðið dálítið andlegt en við verðum að reyna að byggja upp sjálfstraust hjá okkur og finna leiðir til þess að vinna leiki. Hver og einn þarf að finna smá leiðtoga hjá sjálfum sér og koma með inn í liðið. Menn voru svo flatir að menn eiga ekkert gott skilið með svona frammistöðu.“ Tobin Carberry skilaði minna en oft áður fyrir Hött og var Viðar spurður hvort að aðrir þurfi ekki að taka byrðina á sig. „Alveg klárlega, það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri þetta einn, þetta er liðsíþrótt. Hann er að búa til fullt af skotum fyrir okkur en oft verið betri. Það er samt ekki hægt að benda á hann, ég meina Höttur Egilsstöðum tapaði þessum leik í kvöld og saman þurfum við að finna leiðir til að vinna leiki.“ Tweets by @visirkarfa5 vísir/antonvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
ÍR-ingar lönduðu þriðja sigri sínum í vetur fyrr í kvöld þegar þeir lögðu Hött af velli 95-81. Heimamenn náðu tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Höttur er því enn án stiga á botni deildarinnar en ÍR er komið með sex stig. Höttur byrjaði örlítið betur í leiknum í kvöld og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Eftir það náði ÍR 9-0 sprett og þar með öllum völdum í leiknum. Heimamenn komust mest 12 stigum yfir í fyrsta leikhluta og á meðan þeim gekk allt í haginn að opna vörn gestanna þá var Höttur í stökustu vandræðum með sinn sóknarleik. Tobin Carberry, aðalskorari Hattar, var t.d. stigalaus í fyrsta leikhluta. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleik Hattar var Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 13 stig í leikhlutanum. Að leikhlutanum loknum var staðan 28-17. Sömu söguna er að segja af öðrum leikhluta, Höttur í vandræðum og heimamenn léku við hvern sinn fingur. Leikhlutinn var þó í eign Kristjáns Péturs Andréssonar, skuldlaust. Strákurinn gekk úr mannlegum ham sallaði niður fimm þristum í átta skotum og endaði leikhlutann með 17 stig. Sannkölluð flugeldasýning. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 52-36 fyrir ÍR og sigurinn blasti við Breiðhyltingum. Aðeins meira lífsmark var með gestunum í þriðja leikhluta heldur hafði verið í fyrri hálfleik. Þeir hertu á sínum leik og uppskáru það að ná forskotinu úr 20 stigum niður í 10 stig en við það virtist gasið klárast og ÍR-ingar gengur á lagið. Hertu vörnina aftur og fóru að leyfa sóknum sínum að fljóta betur og opna gestina. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 74-59. ÍR-ingar slökuðu ekki á klónni í seinasta leikhlutanum og voru búnir að auka muninn aftur upp í 20 stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Gestirnir frá Egilsstöðum ógnuðu aldrei forskoti heimamanna og fór að lokum að ÍR vann 95-81. Góð vörn og ákveðinn sóknarleikur sköpuðu þennan sigur í kvöld fyrir Breiðhyltinga en Höttur leitar enn að sínum fyrsta sigri en staða liðsins hlýtur að fara að reyna á andlega hlið leikmanna Hattar. Jonathan Mitchell var stigahæstur heimamanna með 22 stig ásamt því að rífa niður 11 fráköst. Gestirnir fengu flest stig frá Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 28 stig.ÍR-Höttur 95-81 (28-17, 24-19, 22-23, 21-22)ÍR: Jonathan Mitchell 22/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 19, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Sveinbjörn Claessen 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Trausti Eiríksson 2, Daði Berg Grétarsson 2.Höttur: Mirko Stefán Virijevic 28/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 17/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16, Tobin Carberry 15/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst.Borce Ilievski: Það var að duga eða drepast hjá okkur í kvöld Þjálfari ÍR-inga gat verið ánægður með sína menn en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Hann var spurður að því hvað liðið hans hafi gert vel í kvöld. „Við vorum mjög mótiveraðir fyrir leikinn í kvöld fyrst og fremst, við reyndum að spila eins góða vörn og við gátum. Ég er búinn að segja við strákana mína að þetta snýst um vörn fyrst og fremst og veltur það á vörninni hvort við vinnum eða töpum. Við nálguðumst leikinn mjög vel að því leiti. Mér fannst við eiga sigurinn skilið.“ „Þetta var samt ekki auðveldur leikur, við misstum stundum einbeitinguna á köflum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta hjá okkur. Til dæmis á þeim augnablikum þegar úrslitin eru ekki ráðin þá þurfum við að vera einbeittir og spila góða vörn. Ég hafði þá áhyggjur af fjölda tapaðra bolta hjá okkkur, 18 í heildina, það er ekki leyfilegt. Við þurfum að fækka þeim niður í 8 til 11. 18 er of mikið.“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, það var eiginlega að duga eða drepast hjá okkur, ég hef einungis verið með liðinu í níu daga þannig að það er haugur af tækifærum til að bæta leik okkar í framtíðinni.“ Borce var að lokum spurður út í framtíð liðsins í vetur. „Ég hlakka mjög mikið til vetrarins, það er mikið af möguleikum hjá þessu liði. Það er fullt af íþróttamönnum í liðinu sem eru hæfileikaríkir og hafa viljann til þess að bæta leik sinn. Því miður höfum við ekki haft tíma til að laga okkar leik. Við höfum verið að fá á okkur 100 stig að meðaltali en lækkum það niður í dag en við þurfum að koma tölunni undir 75 stig og jafnvel 70.“Viðar Örn Hafsteinsson: Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum „Það var ekkert í leik okkar í dag sem vekur hjá mér bjartsýni. Við lélegir, flatir og varnarleikur okkar var skelfilegur. Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum. ÍR-ingar voru miklu betri en við“, sagði þjálfari Hattar, ómyrkur í máli eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld. „Við reynum að bæta okkar leik í hverri og að menn stígi upp, sóknarleikur okkar var í lagi, við vorum að fá galopin skot en menn verða að hitta úr þeim. Það er erfitt þegar búið er að ganga svona illa, að snúa þessu við, þetta er orðið dálítið andlegt en við verðum að reyna að byggja upp sjálfstraust hjá okkur og finna leiðir til þess að vinna leiki. Hver og einn þarf að finna smá leiðtoga hjá sjálfum sér og koma með inn í liðið. Menn voru svo flatir að menn eiga ekkert gott skilið með svona frammistöðu.“ Tobin Carberry skilaði minna en oft áður fyrir Hött og var Viðar spurður hvort að aðrir þurfi ekki að taka byrðina á sig. „Alveg klárlega, það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri þetta einn, þetta er liðsíþrótt. Hann er að búa til fullt af skotum fyrir okkur en oft verið betri. Það er samt ekki hægt að benda á hann, ég meina Höttur Egilsstöðum tapaði þessum leik í kvöld og saman þurfum við að finna leiðir til að vinna leiki.“ Tweets by @visirkarfa5 vísir/antonvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira