Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 97-91 | Stólarnir fyrstir til að leggja Keflavík Ísak Óli Traustason í Síkinu skrifar 26. nóvember 2015 21:45 Darrell Lewis og félagar unnu ósigrað lið Keflavíkur í kvöld. vísir/vilhelm Keflvíkingar mættu ósigraðir í Síkið á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn voru staðráðnir að breyta því og það tókst að lokum eftir stórskemmtilegan körfubolta leik. Lokatölur 97-91 heimamönnum í vil. Þetta byrjaði með hvelli og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 31 – 23. Keflvík minntu á sig í öðrum leikhluta og komust í kjölfarið yfir rétt fyrir lok hálfleiksins en Darrel Keith Lewis endaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu í lokin og jafnaði þar með leikinn í 54 – 54 og undirstrikaði frábæran fyrri hálfleik sinn. Hann var kominn með 18 stig og hinum megin var Earl Brown Jr. ekki síðri einnig með 18 stig. Veislan hélt áfram í þriðja leikhluta og áfram var janfræði með liðunum. Baráttan var mikil og heimamenn leiddu eftir þriðja leiklhuta 74 – 71. Það virtist sem að heimamenn væru að ná góðum tökum á leiknum í fjórða leikhluta og leiddu leikinn með 10 sitgum á köflum en Keflavík náðu að minnka muninn aftur. Það var við hæfi að Darrel Lewis kom heimamönnum þrem stigum yfir með því að skora og fá villu að auki. Hann skoraði úr vítinu og heimamenn stóðu vörnina vel í lokin og kláruðu síðan dæmið á vítalínunni. Leikurinn var mikil skemmtum og voru margir að spila vel í dag. Hjá heimamönnum voru það Darrel Keith Lewis og Jerome Hill sem að drógu vagninn, Pétur Rúnar Birgisson og Ingvi Rafn Ingvarsson minntu á sig með góðri spilamennsku. Hjá gestunum var það Earl Brown Jr. sem var bestur. Hinn stórskemmtilegi Reggie Dupree og Valur Orri áttu líka góðan dag. Sterkur heimasigur staðreynd hjá Tindastól og þeir eru því búinir að sigra 4 leiki og tapa 4. Fyrsta tap Keflvíkinga staðreynd í kvöld.Tindastóll-Keflavík 97-91 (31-23, 23-31, 20-17, 23-20)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 32/4 fráköst, Jerome Hill 20/15 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 2, Helgi Rafn Viggósson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 27/6 fráköst, Valur Orri Valsson 18/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3.Helgi: Erum að verða betri Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var sáttur í leikslok í kvöld aðspurður út í leikinn sagði Helgi: „Þetta er góður liðssigur hér í kvöld og við gerðum það sem að við áttum að gera og það skilaði sér á móti sterku Keflavíkurliði.” Það voru mikil læti í síkinu og stuðningsmannasveitin Grettismenn fóru á kostum. Helgi var að vonum sáttur með stuðninginn. „Þetta eru frábærir áhorfendur sem að við höfum hér í kvöld, hvort sem að við erum fyrir sunnan eða hér, þeir fylgja okkur hvert sem er og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðningin”. „Við gerðum fullt af góðum hlutum og höldum því áfram, en þetta tekur tíma og við erum að verða betri” sagði Helgi.Ingvi: Gríðarlega stór sigur Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti góðan dag í dag og hafði þetta að segja um leikinn. „Þetta er gríðarlega stór sigur, við erum búnir að vera í smá ströggli og það er frábært að taka þennan Keflavíkurleik hér á heimavell, þeir eru ósigraðir þannig að þetta er bara frábært.” Aðspurður út í leik sinn í kvöld sagðist Ingvi vera sáttur við sitt hlutverk og bætti við að. „Ég er búinn að vera smá meiddur sem að setti strik í reikningin.” „Við gefumst aldrei upp, vissum að þeir kæmu með áhlaup á okkur en við svöruðum því vel í dag og náðum að klára þetta í lokin,” sagði Ingvi að lokum.Costa: Viðhorfið hjá liðinu fullkomið allan leikinn José Costa, þjálfari Tindasóls, var að vonum ánægður þegar að blaðamaður náði tali af honum. „Þetta er fyrsti heimaleikurinn og ég vil byrja á því að þakka áhorfendunum fyrir stuðningin hér í kvöld. Keflavík er sterkt lið og voru ósigraðir í vetur og ég er ánægður að vinna þá,“ sagði Costa. „Ég er ánægður með spilamennsku minna manna. Þetta verður erfitt en við erum að verða betri með hverjum deginum.“ „Við börðumst allan leikinn. Keflavík refsar fyrir mistök og þurfum að reyna að minka þau. Viðhorfið var fullkomið allan leikinn, bekkurinn góður allir voru til staðar og gerðu það sem að þeir áttu að gera,” sagði Costa. Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Keflvíkingar mættu ósigraðir í Síkið á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn voru staðráðnir að breyta því og það tókst að lokum eftir stórskemmtilegan körfubolta leik. Lokatölur 97-91 heimamönnum í vil. Þetta byrjaði með hvelli og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 31 – 23. Keflvík minntu á sig í öðrum leikhluta og komust í kjölfarið yfir rétt fyrir lok hálfleiksins en Darrel Keith Lewis endaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu í lokin og jafnaði þar með leikinn í 54 – 54 og undirstrikaði frábæran fyrri hálfleik sinn. Hann var kominn með 18 stig og hinum megin var Earl Brown Jr. ekki síðri einnig með 18 stig. Veislan hélt áfram í þriðja leikhluta og áfram var janfræði með liðunum. Baráttan var mikil og heimamenn leiddu eftir þriðja leiklhuta 74 – 71. Það virtist sem að heimamenn væru að ná góðum tökum á leiknum í fjórða leikhluta og leiddu leikinn með 10 sitgum á köflum en Keflavík náðu að minnka muninn aftur. Það var við hæfi að Darrel Lewis kom heimamönnum þrem stigum yfir með því að skora og fá villu að auki. Hann skoraði úr vítinu og heimamenn stóðu vörnina vel í lokin og kláruðu síðan dæmið á vítalínunni. Leikurinn var mikil skemmtum og voru margir að spila vel í dag. Hjá heimamönnum voru það Darrel Keith Lewis og Jerome Hill sem að drógu vagninn, Pétur Rúnar Birgisson og Ingvi Rafn Ingvarsson minntu á sig með góðri spilamennsku. Hjá gestunum var það Earl Brown Jr. sem var bestur. Hinn stórskemmtilegi Reggie Dupree og Valur Orri áttu líka góðan dag. Sterkur heimasigur staðreynd hjá Tindastól og þeir eru því búinir að sigra 4 leiki og tapa 4. Fyrsta tap Keflvíkinga staðreynd í kvöld.Tindastóll-Keflavík 97-91 (31-23, 23-31, 20-17, 23-20)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 32/4 fráköst, Jerome Hill 20/15 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 2, Helgi Rafn Viggósson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 27/6 fráköst, Valur Orri Valsson 18/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3.Helgi: Erum að verða betri Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var sáttur í leikslok í kvöld aðspurður út í leikinn sagði Helgi: „Þetta er góður liðssigur hér í kvöld og við gerðum það sem að við áttum að gera og það skilaði sér á móti sterku Keflavíkurliði.” Það voru mikil læti í síkinu og stuðningsmannasveitin Grettismenn fóru á kostum. Helgi var að vonum sáttur með stuðninginn. „Þetta eru frábærir áhorfendur sem að við höfum hér í kvöld, hvort sem að við erum fyrir sunnan eða hér, þeir fylgja okkur hvert sem er og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðningin”. „Við gerðum fullt af góðum hlutum og höldum því áfram, en þetta tekur tíma og við erum að verða betri” sagði Helgi.Ingvi: Gríðarlega stór sigur Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti góðan dag í dag og hafði þetta að segja um leikinn. „Þetta er gríðarlega stór sigur, við erum búnir að vera í smá ströggli og það er frábært að taka þennan Keflavíkurleik hér á heimavell, þeir eru ósigraðir þannig að þetta er bara frábært.” Aðspurður út í leik sinn í kvöld sagðist Ingvi vera sáttur við sitt hlutverk og bætti við að. „Ég er búinn að vera smá meiddur sem að setti strik í reikningin.” „Við gefumst aldrei upp, vissum að þeir kæmu með áhlaup á okkur en við svöruðum því vel í dag og náðum að klára þetta í lokin,” sagði Ingvi að lokum.Costa: Viðhorfið hjá liðinu fullkomið allan leikinn José Costa, þjálfari Tindasóls, var að vonum ánægður þegar að blaðamaður náði tali af honum. „Þetta er fyrsti heimaleikurinn og ég vil byrja á því að þakka áhorfendunum fyrir stuðningin hér í kvöld. Keflavík er sterkt lið og voru ósigraðir í vetur og ég er ánægður að vinna þá,“ sagði Costa. „Ég er ánægður með spilamennsku minna manna. Þetta verður erfitt en við erum að verða betri með hverjum deginum.“ „Við börðumst allan leikinn. Keflavík refsar fyrir mistök og þurfum að reyna að minka þau. Viðhorfið var fullkomið allan leikinn, bekkurinn góður allir voru til staðar og gerðu það sem að þeir áttu að gera,” sagði Costa. Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira