Donald Trump hæddist að fötlun blaðamanns Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 10:15 Donald Trump virtist gera grín að fötlun blaðamanns. Donald Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi í gær. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásinni. Fyrr í vikunni sagði Kovaleski að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. „En ég man ekki eftir því að einhver hafi sagt að um þúsundir, eða jafnvel hundruð, manns hafi verið að ræða. Það var ekki svo, ef ég man rétt,“ sagði Kovaleski við CNN. Hann vinnur nú fyrir New York Times. Á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær gerði Trump lítið úr þessum ummælum Kovaleski og þar að auki gerði hann grín að fötlun hans. Kovaleski er með liðasjúkdóm sem sem gerir honum erfitt að hreyfa hendurnar.Í stað þess að biðjast afsökunar eða eitthvað slíkt, fór Trump á Twitter og gagnrýndi New York Times harðlega eins og sjá má hér að neðan. Kovaleski sjálfur segir þetta ekki koma sér á óvart. Miðað við reynslu hans af Donald Trump væri ekki skrítið að hann leggðist svo lágt. Þetta sagði Kovaleski í samtali við Washington Post.The failing @nytimes should be focused on good reporting and the papers financial survival and not with constant hits on Donald Trump!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 "@RioSunny3: @realDonaldTrump @WKRG I lived in New Jersey at that time and witnessed all that as well.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The @nytimes is so poorly run and managed that other family members are looking to take over control. With unfunded liabilities-big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The dopes at the @nytimes bought the Boston Globe for $1.3 billion and sold it for $1.00. Their great old headquarters-gave it away! So dumb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 So, since the people at the @nytimes have made all bad decisions over the last decade, why do people care what they write. Incompetent!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The numbers at the @nytimes are so dismal, especially advertising revenue, that big help will be needed fast. A once great institution-SAD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann hæddist að fötlun blaðamanns á kosningafundi í gær. Það gerði hann þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima fagna því í New Jersey þegar flugvélum var flogið á tvíburaturnana í New York árið 2001. Lögregluþjónar og yfirvöld í New Jersey segja þetta ekki vera satt. Blaðamaðurinn Serge Kovaleski skrifaði grein fyrir Washington Post árið 2001 þar sem hann hélt því fram að lögreglan hefði handsamað og yfirheyrt einstaklinga sem fögnuðu hryðjuverkaárásinni. Fyrr í vikunni sagði Kovaleski að hann hefði rætt við fjölda íbúa New Jersey á sínum tíma, en hann mundi ekki nægilega vel eftir svörum þeirra, enda væru fjórtán ár liðin. „En ég man ekki eftir því að einhver hafi sagt að um þúsundir, eða jafnvel hundruð, manns hafi verið að ræða. Það var ekki svo, ef ég man rétt,“ sagði Kovaleski við CNN. Hann vinnur nú fyrir New York Times. Á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær gerði Trump lítið úr þessum ummælum Kovaleski og þar að auki gerði hann grín að fötlun hans. Kovaleski er með liðasjúkdóm sem sem gerir honum erfitt að hreyfa hendurnar.Í stað þess að biðjast afsökunar eða eitthvað slíkt, fór Trump á Twitter og gagnrýndi New York Times harðlega eins og sjá má hér að neðan. Kovaleski sjálfur segir þetta ekki koma sér á óvart. Miðað við reynslu hans af Donald Trump væri ekki skrítið að hann leggðist svo lágt. Þetta sagði Kovaleski í samtali við Washington Post.The failing @nytimes should be focused on good reporting and the papers financial survival and not with constant hits on Donald Trump!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 "@RioSunny3: @realDonaldTrump @WKRG I lived in New Jersey at that time and witnessed all that as well.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The @nytimes is so poorly run and managed that other family members are looking to take over control. With unfunded liabilities-big trouble!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The dopes at the @nytimes bought the Boston Globe for $1.3 billion and sold it for $1.00. Their great old headquarters-gave it away! So dumb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 So, since the people at the @nytimes have made all bad decisions over the last decade, why do people care what they write. Incompetent!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015 The numbers at the @nytimes are so dismal, especially advertising revenue, that big help will be needed fast. A once great institution-SAD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 26, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira