Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. vísir/valli Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur. Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur.
Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira