Tækni Faceshift var notuð við gerð nýjustu Star Wars myndarinnar til að gera andlitsbrigði geimvera raunverulegri. Samkvæmt frétt Techcrunch liggur ekki fyrir hvernig forsvarsmenn Apple sjá fyrir sér að nýta Faceshift, en tæknirisinn kaupir reglulega smærri fyrirtæki.
Þó er ljóst að Apple fyrir ýmis einkaleyfi á tækni sem tengist sambærilegum tæknibrellum og fyrirtækjum sem eru sérhæfð í þessum geira. Þá hafa forsvarsmenn Faceshift rætt áður um hve vel tækni þeirra gæti nýst í tölvuleikjum, en notkunargildi hennar er þó breiðara en svo.