Allt að gerast á Íslandi Skjóðan skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast. Skjóðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Forsætisráðherra telur fráleitt að landflótti sé brostinn á meðal ungra Íslendinga vegna spillingar og stjórnarfars. Ráðherrann segir Ísland bera af öðrum löndum sem gull af eiri og það passi einfaldlega ekki að ungt fólk sé á flótta undan öllum þeim tækifærum sem Ísland hefur upp á að bjóða. Skýringarinnar á útþrá ungs fólks sé að leita í ævintýraþrá og forvitni en ekki í því að vont sé að búa hér á landi. Enda muni allir koma aftur og fleiri til, segir forsætisráðherra. Og hví ætti fólk ekki að koma til baka? Á fundi framsóknarmanna um síðustu helgi lýsti forsætisráðherra því hreykinn yfir að nú væri að fara í gang vinna á fullu við afnám verðtryggingar á neytendalán. Stóra kosningaloforðið hjá forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar vorið 2013 var einmitt að afnema verðtryggingu. Síðan eru liðin tæp þrjú ár. Já, það er allt að gerast. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir seðlabönkum annarra landa til syndanna fyrir að bjóða upp á allt of lága vexti. Það er ekki pyttur sem Seðlabanki Íslands fellur í því vextir hans hafa á köflum verið nærri fimmtugfaldir á við vexti annarra seðlabanka. Fyrir vikið getur ungt fólk ekki tekið lán og keypt sér húsnæði á Íslandi. Mikið má það vera þakklátt því ekki þarf að greiða af lánum sem ekki eru tekin. Unga fólkið býr bara heima hjá pabba og mömmu þangað til það erfir æskuheimili sín og verðtryggðu lánin sem fylgja með. Aldeilis flott lausn á húsnæðisvanda ungs fólks. Fólkinu í landinu var lofað að það fengi að kjósa um framhald Evrópuferlisins á kjörtímabilinu. Ekkert verður af því af því að vitanlega er það einhvers konar pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn hætti á að þjóðin komist að annarri niðurstöðu en ríkisstjórnin vill fá fram. Þá yrði ríkisstjórnin að víkja en þessi ríkisstjórn beitti krók á móti bragði og lét þjóðina víkja. Allt uppi á borðinu og engin spilling. Fyrirmyndar stjórnarfar. Eftir hryðjuverkaárásirnar á París getur unga fólkið á Íslandi gleymt því að Ísland verði hluti af Evrópu framtíðarinnar. Forseti lýðveldisins er búinn að lýsa því yfir að Schengen-samstarfið hafi brugðist og einsýnt sé að Ísland hverfi frá því samstarfi með nágrannaþjóðum sínum. Schengen sé gagnslaust og við Íslendingar höfum hvort eð er engin efni á þátttöku. Við erum of blönk til að vera í Schengen en nógu rík til að loka okkur af með okkar krónu og fimmtugfalda vexti. Nei, unga fólkið er áreiðanlega ekki að flýja spillingu og slæmt stjórnarfar. Hér er allt að gerast.
Skjóðan Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira