Augnskuggar í áberandi lit hafa ekki náð alvöru vinsældum síðan sá blái tröllreið öllu á níunda áratugnum.
Undanfarið hafa hinsvegar margar söng- og leikkonur og fyrirsætur sést á hinum ýmsu viðburðum með augnskugga í áberandi litum, eldrauðum, skærgrænum og heiðbláum, sem við erum ekki vön að sjá og jafnvel forðumst að nota eins og heitan eldinn.
En þegar sjálf Beyoncé er farin að rokka flöskugrænan skugga fer maður að velta fyrir sér hvort þetta trend sé virkilega komið til að vera?
Þær sem leggja í litina geta stolið stílnum með þessum litum hér fyrir neðan.







