95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 11:59 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru segir, í samtali við Vísi, að á því séu 95 prósent líkur að hann gefi kost á sér í næsta forsetakjöri, sem fram fer næsta sumar eða í júnílok. Tildrög þess að Þorgrímur gefur þetta út nú eru reyndar sérkennileg. Stofnuð var sérstök Facebook-síða: „Forsetaframboð Þorgríms Þráinssonar 2016.“ Þar segir, í nafni Þorgríms, að kominn sé tími á að „stíga út fyrir minn þægindaramma. Því hef ég Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér til forseta Íslands 2016. Á þessari síðu mun ég einnig gefa út ítarlega grein eftir 24 klukkustundir um framboðið mitt. Líkið endilega við þessa síðu svo þið getið fylgst með framboði mínu. Forsetakveðjur, Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.“ Þorgrímur kann hinum sama og stofnaði til þessarar síðu engar þakkir nema síður sé. „Ég myndi aldrei láta svona skrýtna yfirlýsingu frá mér.“ Þorgrímur hafði ekki mikinn tíma til að ræða við Vísi, hann var að detta á fund: „Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart.“En, þú ætlar sem sagt að bjóða þig fram? „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því, já. En ég hef hvorki rætt það við mína bestu vini né stórfjölskyldu.“Þannig að þessi ótímabæra síða setur þig í nokkurn vanda? „Hún gerir mér aðeins erfiðara fyrir..... maður vill leggja af stað, vel undirbúinn en ekki með svona kjánaskap. En, ég myndi telja 95 prósent líkur á því að ég fari fram.“ Þorgrímur segir að ákvörðun hans sé algerlega burtséð frá því hvort núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, gefur kost á sér til að sitja sitt sjötta tímabil. Ólafur Ragnar hefur neitað að gefa nokkurt út um fyrirætlanir sínar og boðar að það muni gerast í áramótaávarpi hans. Þorgrímur er þannig fyrsti frambjóðandinn sem gefur sig fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira