Meistararnir enn ósigraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 08:17 NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira