Sport

Kláraði leikinn með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Baltimore Ravens verður án leikstjórnandans Joe Flacco út tímabilið eftir að hann sleit krossband í hné í gær.

Baltimore var að spila við St. Louis og var með boltann undir lok leiksins þegar staðan var jöfn, 13-13. Atvikið átti sér stað þegar að James Hurst, leikmaður í sóknarlínu Baltimore, féll á Flacco með fyrrgreindum afleiðingum.

„Ég fann fyrir þessu. Ég vissi ekki hvað var að en ég gat hoppað á öðrum fæti að hliðarlínunni og ákvað að láta reyna á þetta,“ sagði Flacco sem var einnig með slitið hliðarband.

Sjá einnig: Kláraði leikinn með skaddað nýra - og vann

Baltimore var nægilega stutt frá endamarkinu til að skora vallarmark en þurfti að tæma eins mikinn tíma af leikklukkunni og mögulegt var. Því þurfti Flacco að halda áfram að spila og gerði hann það.

Sparkarinn Justin Tucker kom svo inn á þegar nokkrar sekúndur voru eftir og tryggði sínum mönnum kærkominn 16-13 sigur.

Sjá einnig: Panthers fyrst í tíu sigra

„Hann kláraði sóknina með tvö algerlega rifin liðbönd og hélt sér inni á vellinum svo að leikklukkan yrði ekki stöðvuð. Hann gaf okkur tækifæri á vallarmarki og stjórnaði klukkunni frábærlega. Þetta var afar hugrökk frammistaða hjá Joe,“ sagði John Harbaugh, þjálfari Baltimore, eftir leikinn.

NFL

Tengdar fréttir

Panthers fyrst í tíu sigra

Cam Newton virðist óstöðvandi í NFL-deildinni. Arizona Cardinals minnti rækilega á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×