Panthers fyrst í tíu sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2015 09:08 Lífið er ljúft hjá Cam Newton og félögum í Carolina. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo NFL Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo
NFL Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Sjá meira