Messi og Ronaldo eru alltaf í aðalhlutverkum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2015 08:00 Allt snýst um tvo bestu fótboltamenn heims, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, þótt sá síðarnefndi hafi ekki verið með í tvo mánuði. Fréttablaðið/AFP Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir. Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Annar af tveimur stærstu leikjum hvers tímabils í spænsku 1. deildinni, El Clásico, viðureign Real Madrid og Barcelona, fer fram á Santiago Bernabéu í höfuðborg Spánar í dag. Hinn stærsti leikurinn er vitaskuld þegar þessi risar og miklu erkifjendur mætast aftur. Barcelona er efst í deildinni með 27 stig, þremur stigum á undan Real Madrid. Þessi lið vinna svo marga fótboltaleiki á hverju ári í spænsku deildinni að Real má einfaldlega ekki við því að tapa í dag og hleypa Börsungum sex stigum á undan sér. Það er því ansi mikið undir þó mótið sé ekki einu sinni hálfnað.Messi eða ekki? Brasilíski framherjinn Neymar hefur farið á kostum á tímabilinu og er að draga vagninn ásamt Luis Suárez í fjarveru Messi. Það hefur hann gert áður en er að skila enn betra hlutverki að þessu sinni. Lionel Messi hefur ekki spilað síðustu níu leiki Barcelona vegna meiðsla en í síðustu sjö leikjum er Neymar búinn að skora tíu mörk og gefa sex stoðsendingar. Hann er í raun akkúrat á þessari stundu aðalmaður Barcelona-liðsins. Eða svo hefðu flestir haldið. Saga leiksins er samt meira eða minna sú hvort Lionel Messi verði með. Argentínumaðurinn mætti aftur til æfinga í vikunni eftir að meiðast í byrjun október. Auðvitað verður hann með, en hverju getur hann skilað í fyrsta leik eftir þessi meiðsli? Hann getur með marki í dag orðið markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarútgáfu El Clásico-leikjanna með 15 mörk. Hann er nú jafn Alfredo Di Stéfano með fjórtán. Messi og Ronaldo eru alltaf stóra sagan fyrir hvern Clásico-leik og það breytist ekkert núna. Þegar tveir bestu fótboltamenn heims mætast í risaslag tveggja bestu fótboltaliða heims horfa allir.
Spænski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira