Umhverfismál – grímulausar vangaveltur Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Það er snúið að vera umhverfissinni af þeirri einföldu ástæðu að umhverfismál eru svo víðtæk og með óteljandi snertifleti. Þegar umhverfismál eru annars vegar eru málin því miður sjaldan bara svört eða hvít og við neyðumst til að takast á við grámann og óskýrleikann eftir bestu getu. Virkjanir og verksmiðjur eru eitt dæmið. Virkjanir eru oft risaframkvæmdir þar sem land fer undir vatn eða brennisteini er hleypt úr jarðhitageymum. Allar þessar virkjanahugmyndir eiga líka að knýja málmbræðslur sem puðra út úr sér gróðurhúsalofttegundum. Geta neikvæðu umhverfisáhrifin verið eitthvað skýrari? Reyndar er heildarmyndin flóknari en þetta því að nýjar virkjanir á Íslandi nota umhverfisvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að framleiða vörur á alþjóðamarkað sem einmitt bráðvantar vörur með mildara kolefnisspor. Til að gera myndina enn flóknari þá framleiða þessar málmbræðslur annars vegar ál og hins vegar kísil. Ál er að miklu leyti notað til að létta farartæki til að minnka mengun auk þess sem ál er líklega besti málmurinn í endurvinnslu. Aukin eftirspurn eftir kísilmálmi nú er vegna aukinnar notkunar á sólarsellum sem beisla sólarorkuna og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þessar verksmiðjur þurfa ekkert endilega að vera hér á landi en eftirspurnin eftir vörunni mun tryggja að þær rísa einhvers staðar í heiminum. Við höfum sem sagt val um frekari auðlindanýtingu og þurfum því að vega og meta kosti og galla frekari nýtingar. Hvað sem ákveðnir aðilar segja þá fylgir öllum virkjunum talsvert rask og hvað sem sumir segja þá skila virkjanir hellings tekjum í þjóðarbúið. Ekki verður t.d. falin sú staðreynd að í Hálslóni er nú vatn þar sem áður var þurrlendi og jafn erfitt er að breiða yfir þá stöðu að þjóðin á nú hundruð milljarða í Landsvirkjun þar sem áður var lítið sem ekkert.Hvað með ljótu línurnar? Hvað með ljótu línurnar sem flytja rafmagnið og skera munu hálendið í sundur? Þarf yfirleitt eitthvað að uppfæra þessar línur? Svarið er því miður ekki auðvelt út frá umhverfinu. Núverandi byggðarlína er fulllestuð víða. Þetta þýðir einfaldlega að þó að nóg sé til af orku þá er kerfið okkar með kransæðastíflu og kemur ekki nógu mörgum rafeindum t.d. til Akureyrar. Það má líkja þessu við mjólkurframleiðslu, það er nóg til af mjólkurlítrum en ef það yrði umferðarteppa á þjóðveginum þá væri ekki alltaf hægt að bjóða Akureyringum næga mjólk. Mjólkursamsalan á Akureyri er einmitt dæmi um fyrirtæki sem þarf að keyra á ósjálfbærri dísilolíu endrum og sinnum þegar raflínurnar anna ekki eftirspurn. Akureyri er frábær staður sem án efa mun eflast talsvert á komandi árum með tilheyrandi orkuþörf. Ef háspennulínur verða ekki uppfærðar er alltaf möguleiki að keyra bara dísilrafstöðvar á staðnum, en þær menga víst sem er jú slæmt fyrir bæ sem stefnir hraðbyri á kolefnishlutleysi. En þarf að fara yfir hálendið? Ekki endilega, Landsnet hefur lagt fram annan möguleika, þ.e. að hringtengja með fram ströndum. Málið er að þar eru líka ómetanlegar náttúruperlur alveg eins og á hálendinu. Hvernig veljum við á milli? Að grafa línurnar í jörð er vissulega möguleiki, en víða á Íslandi yrði meira óafturkræft rask vegna jarðstrengs en loftlínu. Það er sem sagt flókið að vera umhverfisvænn Íslendingur og því þarf að leggja fram staðreyndir og upplýsingar í stað þess að beita upphrópunum og alhæfingum. Eina leiðin er að kynna hvert verkefni fyrir sig með skýrum hætti líkt og Landsvirkjun gerir nú með mögulegan vindlund við Búrfell. Þar getur hver og einn skoðað áhrifin á metnaðarfullri vefsíðu án þess að þrýstihópar séu að matreiða áhrifin hver með sínu nefi. Þannig getur almenningur, eigandi auðlindarinnar, melt þetta og tekið ákvörðun. Þó að endanleg niðurstaða yrði að allt verði verndað eða virkjað þá er óskynsamlegt að mínu mati að taka einhverja skemmri skírn í þeirri ákvörðun án þess að grandskoða hvern virkjanakost fyrir sig á sínum forsendum. Svo verða flestir að sætta sig við að endrum og sinnum höfum við sterka og fullgilda skoðun á málum en meirihluti manna er einfaldlega á öndverðum meiði.Mynd/Sigurður Arnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er snúið að vera umhverfissinni af þeirri einföldu ástæðu að umhverfismál eru svo víðtæk og með óteljandi snertifleti. Þegar umhverfismál eru annars vegar eru málin því miður sjaldan bara svört eða hvít og við neyðumst til að takast á við grámann og óskýrleikann eftir bestu getu. Virkjanir og verksmiðjur eru eitt dæmið. Virkjanir eru oft risaframkvæmdir þar sem land fer undir vatn eða brennisteini er hleypt úr jarðhitageymum. Allar þessar virkjanahugmyndir eiga líka að knýja málmbræðslur sem puðra út úr sér gróðurhúsalofttegundum. Geta neikvæðu umhverfisáhrifin verið eitthvað skýrari? Reyndar er heildarmyndin flóknari en þetta því að nýjar virkjanir á Íslandi nota umhverfisvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneyti til að framleiða vörur á alþjóðamarkað sem einmitt bráðvantar vörur með mildara kolefnisspor. Til að gera myndina enn flóknari þá framleiða þessar málmbræðslur annars vegar ál og hins vegar kísil. Ál er að miklu leyti notað til að létta farartæki til að minnka mengun auk þess sem ál er líklega besti málmurinn í endurvinnslu. Aukin eftirspurn eftir kísilmálmi nú er vegna aukinnar notkunar á sólarsellum sem beisla sólarorkuna og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þessar verksmiðjur þurfa ekkert endilega að vera hér á landi en eftirspurnin eftir vörunni mun tryggja að þær rísa einhvers staðar í heiminum. Við höfum sem sagt val um frekari auðlindanýtingu og þurfum því að vega og meta kosti og galla frekari nýtingar. Hvað sem ákveðnir aðilar segja þá fylgir öllum virkjunum talsvert rask og hvað sem sumir segja þá skila virkjanir hellings tekjum í þjóðarbúið. Ekki verður t.d. falin sú staðreynd að í Hálslóni er nú vatn þar sem áður var þurrlendi og jafn erfitt er að breiða yfir þá stöðu að þjóðin á nú hundruð milljarða í Landsvirkjun þar sem áður var lítið sem ekkert.Hvað með ljótu línurnar? Hvað með ljótu línurnar sem flytja rafmagnið og skera munu hálendið í sundur? Þarf yfirleitt eitthvað að uppfæra þessar línur? Svarið er því miður ekki auðvelt út frá umhverfinu. Núverandi byggðarlína er fulllestuð víða. Þetta þýðir einfaldlega að þó að nóg sé til af orku þá er kerfið okkar með kransæðastíflu og kemur ekki nógu mörgum rafeindum t.d. til Akureyrar. Það má líkja þessu við mjólkurframleiðslu, það er nóg til af mjólkurlítrum en ef það yrði umferðarteppa á þjóðveginum þá væri ekki alltaf hægt að bjóða Akureyringum næga mjólk. Mjólkursamsalan á Akureyri er einmitt dæmi um fyrirtæki sem þarf að keyra á ósjálfbærri dísilolíu endrum og sinnum þegar raflínurnar anna ekki eftirspurn. Akureyri er frábær staður sem án efa mun eflast talsvert á komandi árum með tilheyrandi orkuþörf. Ef háspennulínur verða ekki uppfærðar er alltaf möguleiki að keyra bara dísilrafstöðvar á staðnum, en þær menga víst sem er jú slæmt fyrir bæ sem stefnir hraðbyri á kolefnishlutleysi. En þarf að fara yfir hálendið? Ekki endilega, Landsnet hefur lagt fram annan möguleika, þ.e. að hringtengja með fram ströndum. Málið er að þar eru líka ómetanlegar náttúruperlur alveg eins og á hálendinu. Hvernig veljum við á milli? Að grafa línurnar í jörð er vissulega möguleiki, en víða á Íslandi yrði meira óafturkræft rask vegna jarðstrengs en loftlínu. Það er sem sagt flókið að vera umhverfisvænn Íslendingur og því þarf að leggja fram staðreyndir og upplýsingar í stað þess að beita upphrópunum og alhæfingum. Eina leiðin er að kynna hvert verkefni fyrir sig með skýrum hætti líkt og Landsvirkjun gerir nú með mögulegan vindlund við Búrfell. Þar getur hver og einn skoðað áhrifin á metnaðarfullri vefsíðu án þess að þrýstihópar séu að matreiða áhrifin hver með sínu nefi. Þannig getur almenningur, eigandi auðlindarinnar, melt þetta og tekið ákvörðun. Þó að endanleg niðurstaða yrði að allt verði verndað eða virkjað þá er óskynsamlegt að mínu mati að taka einhverja skemmri skírn í þeirri ákvörðun án þess að grandskoða hvern virkjanakost fyrir sig á sínum forsendum. Svo verða flestir að sætta sig við að endrum og sinnum höfum við sterka og fullgilda skoðun á málum en meirihluti manna er einfaldlega á öndverðum meiði.Mynd/Sigurður Arnarsson
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar