Fá aðgang að tölvupóstum í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 20:11 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða en málflutningur um kröfuna fór fram á fimmtudaginn í seinustu viku. Hreiðar er fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg en þeir eru allir ákærðir fyrir umboðssvik. Umræddir tölvupóstar eru á meðal gagna sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en þeir eru ekki á meðal framlagðra gagna fyrir dómi. Því fóru sakborningarnir þrír fram á að fá aðgang að þeim en krafan var í fjórum liðum og var fallist á þriðja kröfuliðinn. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms mega sakborningarnir og/eða verjendur þeirra fá aðgang að tölvupóstunum í húsnæði sérstaks saksóknara, en sérstakur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.Snýst um tugmilljarða lánveitingar til vildarviðskiptavinaAðalmeðferð í málinu á að hefjast næstkomandi fimmtudag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að aðalmeðferð geti þó hafist þá þar sem Hæstiréttur á enn eftir að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms. Þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar Kaupþings banka, svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarála bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. Þremenningarnir neita allir sök í málinu. Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða en málflutningur um kröfuna fór fram á fimmtudaginn í seinustu viku. Hreiðar er fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg en þeir eru allir ákærðir fyrir umboðssvik. Umræddir tölvupóstar eru á meðal gagna sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en þeir eru ekki á meðal framlagðra gagna fyrir dómi. Því fóru sakborningarnir þrír fram á að fá aðgang að þeim en krafan var í fjórum liðum og var fallist á þriðja kröfuliðinn. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms mega sakborningarnir og/eða verjendur þeirra fá aðgang að tölvupóstunum í húsnæði sérstaks saksóknara, en sérstakur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.Snýst um tugmilljarða lánveitingar til vildarviðskiptavinaAðalmeðferð í málinu á að hefjast næstkomandi fimmtudag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að aðalmeðferð geti þó hafist þá þar sem Hæstiréttur á enn eftir að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms. Þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar Kaupþings banka, svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarála bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. Þremenningarnir neita allir sök í málinu.
Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
„Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04
Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11