Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 17:00 Íbúar á suðvesturhorni landsins mega búa sig undir mikið hvassviðri og skafrenning í fyrramálið. Foto: Vísir/Stefán „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55
Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35