Erlent

Ritstjóri segir ekkert að því að kalla Trump lyginn rasista

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump er umdeildur í meira lagi.
Donald Trump er umdeildur í meira lagi. Vísir/EPA
Ben Smith, aðalritstjóri bandarísku vefsíðunnar Buzzfeed segir að það sé ekkert að því að kalla forsetaframbjóðandann Donald Trump lyginn rasista. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Smith sendi á ritstjórn Buzzfeed.

Minnisblaðið, sem sjá má hér fyrir neðan, sendi hann í tilefni þess að samfélagsmiðladeild Buzzfeed hafi fengið spurningar um það hvort að í lagi væri að blaðamenn Buzzfeed kölluðu Trump lygara og rasista. Samkvæmt ritstjórnarstefnu Buzzfeed er mælst til þess að blaðamenn styðji ekki einstaka frambjóðendur umfram aðra.

Í minnisblaðinu segir að það það sé „algjörlega sanngjarnt“ að kalla Donald Trump lyginn rasista enda segi hann ósatt í kosningabaráttu sinni sem snúist að miklu leyti um að tala gegn múslimum.

Að mati Smith eru blaðamenn Buzzfeed því einungis að greina frá staðreyndum þegar þeir segi hann vera lyginn rasista.

Donald Trump hefur verið gagrýndur fyrir ummæli sín um að loka ætti alfarið Bandaríkjunum fyrir öllum múslimum. Einnig hefur verið efast um sannleiksgildi frásagnar hans af því þegar hann sá múslima í New Jersey fagna þann 11. september þegar Tvíburaturnarnir hrundu.


Tengdar fréttir

Bandaríkin ekki í stríði við múslima

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum.

Donald Trump hæddist að fötlun blaðamanns

Donald Trump hæddist að fötlun mannsins þegar hann var að verja ummæli sín um að hafa séð þúsundir múslima í New Jersey fagna hryðjuverkaárásunum í New York 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×