Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Ritstjórn skrifar 11. desember 2015 12:00 Sigrún Eva Jónsdóttir. Fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir prýðir forsíðu fyrsta jólablaðs Glamour. Ljósmyndarinn á bakvið forsíðuþáttinn er Ruvan Wijesooriya. Glamour tók Sigrúnu Evu tali í blaðinu þar sem við forvitnumst um fyrirsætuna sem er á mikilli uppleið í fyrirsætuheiminum. Búseta: Ég er búsett í Brooklyn, New York.En ég ólst upp í Grafarvogi þar sem ég gekk í Hamraskóla með stuttu stoppi í Árbæ. Fór þaðan í Kvennó og útskrifaðist 2011.Ég er búin að vera í New York síðan ég útskrifaðist, eða um það bil 4 og hálft ár.Það besta og versta við borgina? Það besta við New York-borg er það að margir sem koma hingað eru rosalega metnaðarfullir og týpur sem höndla „höstlið“ og hraðann í borginni, sem gerir það að verkum að mikið af áhugaverðum einstaklingum safnast saman á einum stað og það er einhver svona samheldni sem maður finnur í harkinu. Það versta við hana finnst mér pínu tengt þessu líka en það eru margir sem ná ekki að njóta lífsins meðan þeir eru á fullu í lífsgæðakapphlaupinu og leggja svo hart að sér að þeir gleyma að stoppa og draga andann og slaka á. Það versta er líka morguntraffíkin í lestunum, maður við mann og fólk treður sér inn í stappaðar lestirnar. Það er ekkert verra en að vera með handarkrika einhvers í smettinu og anda að sér kaffiandfýlu annarra svona snemma, oj.Ertu dugleg að koma heim til Íslands? Ég er frekar dugleg að koma heim, kom tvisvar eftir síðustu jól en í stutt stopp, því miður. Þessi jól ákvað ég líka að gera eitthvað öðruvísi og er að fara til vinafólks sem býr úti í skógi einhvers staðar fyrir utan Boston.Hvers saknarðu mest að heiman? Það sem ég sakna mest að heiman fyrir utan fjölskylduna og vinina er það að geta farið í sund og að fara út á land í ferska loftið.Hvað er það fyrsta sem þú borðar þegar þú kemur heim til Íslands eftir langa dvöl erlendis? Annaðhvort kem ég við í bakaríi og kaupi nýbökuð rúnstykki eða fer til mömmu sem bakar himneskt kornbrauð og fæ gott kaffi með.Hvað er skemmtilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér? Það er svo erfitt að velja skemmtilegustu verkefnin! Þau sem standa yfirleitt upp úr eru þau þar sem ég ferðast eitthvert eða ég vinn með vinum mínum. Til dæmis var æðisleg reynsla að fá að fara til Mexíkóborgar og að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta í einum af síðustu sýningunum hans. Svo mynduðum ég og kærastinn minn saman herferð fyrir Steve Madden. Rag & Bone x Intermix herferðin var líka æði því ég hef unnið með því merki í svo langan tíma. En skemmtilegast finnst mér að ferðast til staða sem ég hef ekki farið til áður og ná að kynna mér nýja borg.Hvar myndirðu segja að þú værir stödd á ferli þínum núna? Það er erfitt að segja til um hvar ég er á ferlinum en ég var að skipta um skrifstofu núna á dögunum, sem er svolítið eins og nýtt upphaf, en ég er rosalega spennt að sjá hvernig það þróast.Ef þú værir ekki fyrirsæta, hvað værir þú þá að vinna við? Ég væri eróbikkkennari.Hvað er það skemmtilegasta og leiðinlegasta við fyrirsætustarfið? Það skemmtilegasta við fyrirsætustarfið er að læra alls konar hluti af fólkinu sem maður vinnur með. Það er svo mikið af listrænu og kláru fólki sem er gaman að kynnast. Það versta við starfið er að vinna fyrir fyrirtæki sem búa til ljót föt. Þá koma leiklistarhæfileikar að góðum notum. Einn ókostur er líka sá að margt gerist með stuttum fyrirvara. Það bregst eiginlega ekki að þegar ég er komin eitthvert í frí að stórt verkefni kemur upp og breytir öllum plönum. Til dæmis er ég að skrifa þetta uppi á flugvelli núna á leiðinni heim snemma úr fríi með kærastanum mínum, þurfti að fara upp á völl klukkan 3 í nótt í staðinn fyrir annað kvöld með honum (allt fyrir forsíðutöku Glamour, innsk. blaðamanns).Hvaða fleiri blöð, tímarit eða fyrirtæki hefur þú unnið fyrir? Til að nefna nokkur fyrirtæki sem ég hef unnið fyrir eru það Rag & Bone, Alexander Wang, Adidas, Tom Ford, Ralph Lauren RRL, Derek Lam, Reebok, Steve Madden, Intermix og fleiri.Nánar um Sigrúnu Evu má lesa í nýjasta tölublaði Glamour - tryggðu þér áskrift hér. Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Vogue lýsir yfir stuðningi við Hillary Clinton Glamour Sumarlegt í garðpartý hjá Stellu Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour
Fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir prýðir forsíðu fyrsta jólablaðs Glamour. Ljósmyndarinn á bakvið forsíðuþáttinn er Ruvan Wijesooriya. Glamour tók Sigrúnu Evu tali í blaðinu þar sem við forvitnumst um fyrirsætuna sem er á mikilli uppleið í fyrirsætuheiminum. Búseta: Ég er búsett í Brooklyn, New York.En ég ólst upp í Grafarvogi þar sem ég gekk í Hamraskóla með stuttu stoppi í Árbæ. Fór þaðan í Kvennó og útskrifaðist 2011.Ég er búin að vera í New York síðan ég útskrifaðist, eða um það bil 4 og hálft ár.Það besta og versta við borgina? Það besta við New York-borg er það að margir sem koma hingað eru rosalega metnaðarfullir og týpur sem höndla „höstlið“ og hraðann í borginni, sem gerir það að verkum að mikið af áhugaverðum einstaklingum safnast saman á einum stað og það er einhver svona samheldni sem maður finnur í harkinu. Það versta við hana finnst mér pínu tengt þessu líka en það eru margir sem ná ekki að njóta lífsins meðan þeir eru á fullu í lífsgæðakapphlaupinu og leggja svo hart að sér að þeir gleyma að stoppa og draga andann og slaka á. Það versta er líka morguntraffíkin í lestunum, maður við mann og fólk treður sér inn í stappaðar lestirnar. Það er ekkert verra en að vera með handarkrika einhvers í smettinu og anda að sér kaffiandfýlu annarra svona snemma, oj.Ertu dugleg að koma heim til Íslands? Ég er frekar dugleg að koma heim, kom tvisvar eftir síðustu jól en í stutt stopp, því miður. Þessi jól ákvað ég líka að gera eitthvað öðruvísi og er að fara til vinafólks sem býr úti í skógi einhvers staðar fyrir utan Boston.Hvers saknarðu mest að heiman? Það sem ég sakna mest að heiman fyrir utan fjölskylduna og vinina er það að geta farið í sund og að fara út á land í ferska loftið.Hvað er það fyrsta sem þú borðar þegar þú kemur heim til Íslands eftir langa dvöl erlendis? Annaðhvort kem ég við í bakaríi og kaupi nýbökuð rúnstykki eða fer til mömmu sem bakar himneskt kornbrauð og fæ gott kaffi með.Hvað er skemmtilegasta verkefnið sem þú hefur tekið að þér? Það er svo erfitt að velja skemmtilegustu verkefnin! Þau sem standa yfirleitt upp úr eru þau þar sem ég ferðast eitthvert eða ég vinn með vinum mínum. Til dæmis var æðisleg reynsla að fá að fara til Mexíkóborgar og að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta í einum af síðustu sýningunum hans. Svo mynduðum ég og kærastinn minn saman herferð fyrir Steve Madden. Rag & Bone x Intermix herferðin var líka æði því ég hef unnið með því merki í svo langan tíma. En skemmtilegast finnst mér að ferðast til staða sem ég hef ekki farið til áður og ná að kynna mér nýja borg.Hvar myndirðu segja að þú værir stödd á ferli þínum núna? Það er erfitt að segja til um hvar ég er á ferlinum en ég var að skipta um skrifstofu núna á dögunum, sem er svolítið eins og nýtt upphaf, en ég er rosalega spennt að sjá hvernig það þróast.Ef þú værir ekki fyrirsæta, hvað værir þú þá að vinna við? Ég væri eróbikkkennari.Hvað er það skemmtilegasta og leiðinlegasta við fyrirsætustarfið? Það skemmtilegasta við fyrirsætustarfið er að læra alls konar hluti af fólkinu sem maður vinnur með. Það er svo mikið af listrænu og kláru fólki sem er gaman að kynnast. Það versta við starfið er að vinna fyrir fyrirtæki sem búa til ljót föt. Þá koma leiklistarhæfileikar að góðum notum. Einn ókostur er líka sá að margt gerist með stuttum fyrirvara. Það bregst eiginlega ekki að þegar ég er komin eitthvert í frí að stórt verkefni kemur upp og breytir öllum plönum. Til dæmis er ég að skrifa þetta uppi á flugvelli núna á leiðinni heim snemma úr fríi með kærastanum mínum, þurfti að fara upp á völl klukkan 3 í nótt í staðinn fyrir annað kvöld með honum (allt fyrir forsíðutöku Glamour, innsk. blaðamanns).Hvaða fleiri blöð, tímarit eða fyrirtæki hefur þú unnið fyrir? Til að nefna nokkur fyrirtæki sem ég hef unnið fyrir eru það Rag & Bone, Alexander Wang, Adidas, Tom Ford, Ralph Lauren RRL, Derek Lam, Reebok, Steve Madden, Intermix og fleiri.Nánar um Sigrúnu Evu má lesa í nýjasta tölublaði Glamour - tryggðu þér áskrift hér.
Glamour Tíska Mest lesið Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Bleik nærföt frá Stellu McCartney Glamour Vogue lýsir yfir stuðningi við Hillary Clinton Glamour Sumarlegt í garðpartý hjá Stellu Glamour Þú ert ógeðsleg! Glamour