Aron leggur mikið upp úr því að gera fyndna og skemmtilega sketsa á þessum vettvangi.
„Ég búinn að vera að vinna með nýtt efni þar sem ég leik ,flautuleikara í lögum hjá Justin Bieber, sem hefur vakið mikla lukku hjá fylgjendum mínum.“
Sjá einnig: Aron er ein helsta vonarstjarna Íslendinga á Snapchat: Kærastan skotmarkið

„Ég vil halda strúktúrnum í snöppunum mínum þannig að ég reyni eftir bestu getu að gera þau sem skemmtilegust. Því er ég alltaf að koma upp með nýjar hugmyndir til að ná skotunum sem bestum þá er ég að tala um að reyna að finna fagurfræðina í skotunum og hvernig ég get framkallað meiri hlátur.“
Hann segir miðilinn vera ótrúlega skemmtilegan og góðan stökkpall fyrir leiklistarnema eins og hann. Notendanafn hans er„Aronmola“ á Snapchat.
Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá honum. Annarsvegar þegar hann fær kærustu sína til að skeina sér með stöðumælasekt og hinsvegar þegar hann leikur flautuleikara úr Justin Bieber lögum.