Kínamúrar Helga Stjórnarmaðurinn skrifar 9. desember 2015 09:30 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, var í viðtali á dögunum í tilefni af útkomu á skýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn. Niðurstaða skýrslunnar var sú að neytendur ofgreiddu ríflega fjóra milljarða króna á ári vegna skertrar samkeppni milli olíufélaganna þriggja. Ólafía hitti naglann á höfuðið þegar hún nefndi þá margvíslegu hagsmunaárekstra sem hljóta að vera óumflýjanlegir í daglegum störfum Helga Magnússonar, stjórnarmanns og varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auk þess að vera stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum og sitja í stjórnum á vegum sjóðsins er Helgi einnig umsvifamikill fjárfestir á eigin reikning. Hvað N1 varðar, til að mynda, á Helgi umtalsverðan hlut persónulega. Hann fer einnig með ríflega fjórtán prósenta hlut sjóðsins í félaginu og situr í stjórn. Sömu sögu er að segja af Marel þar sem Helgi leikur sömuleiðis tveimur (raunar þremur) skjöldum. Í bankageiranum er oft talað um Kínamúra, t.d. milli bankamanna sem ráðleggja félögum um samruna eða yfirtökur, og þeirra sem ráðleggja viðskiptavinum um kaup á skráðum hlutabréfum. Ástæðan er einföld, ekki endilega sú að náunganum sé vantreyst, heldur til að koma í veg fyrir þann möguleika að fólk falli í freistni. Sama gildir um lögmenn – ef dómsmál er í uppsiglingu milli tveggja umbjóðenda tiltekinnar stofu, þurfa lögmenn á stofunni að reisa múra sín á milli, og ræða ekki atvik málsins hvor við annan. Jafnvel yrði talin ástæða að senda a.m.k. annan kúnnann í viðskipti á aðra stofu. Ástæðan er ekki sú að menn treysti sér ekki til að vinna að málum með heiðvirðum hætti, heldur miklu frekar hitt að koma í veg fyrir að aðrir utanaðkomandi kunni að draga þá ályktun að maðkur sé í mysunni. Hvernig ætli Helgi fari að í sambærilegum aðstæðum? Hvað myndi hann gera ef upp kæmu deilur milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og N1? Kæmi hann þá fram sem stjórnarmaður í N1 eða hluthafi, eða sem varaformaður lífeyrissjóðsins? Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að gera það upp við sig hvort þeir ætla að höndla með fjárfestingar sjóðfélaga eða standa í umfangsmiklum fjárfestingum á eigin reikning. Þetta tvennt fer ekki saman.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira