Bílinn fauk á vegg í óveðrinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2015 21:30 Sunnlendingar segjast ekki hafa upplifað annað eins óveður og í gær. Gámur fullur af búslóð tókst á loft, bíll lenti á húsvegg og þök rifnuðu af hlöðum á meðan að óveðrið gekk yfir. Um átta leytið í gærkvöldi varð sex manna fjölskylda, sem býr í Álfhólshjáleigu í Vestur-Landeyjum, vör við að gámur sem stóð við hús þeirra tókst á loft. Í gámnum var búslóð fjölskyldunnar „Hann fór á loft sko og fór nærri sex veltur og svo fór hann yfir sig þá opnaðist hurðin. Það var ekkert hægt að gera. Við reyndum að fara út en við bara fukum sko og ekkert hægt að festa þetta neitt niður, “ segir Sigurður Ágúst Rúnarsson fjölskyldufaðirinn. Fjölskyldan flutti í húsið fyrir fimm dögum og var megnið af búslóð þeirra enn inni í gámnum. „Það var bara nánast hér um bil öll búslóðin. Við erum bara búin að taka það helsta út. Við vorum bara að flytja. Svo fór bíllinn líka á hliðina á hlaðinu, vinnubíllinn og klessist upp að húsi þarna, “ segir Sigurður Ágúst. Hann segir ljóst að tjónið er töluvert en óvíst er hvort að það fáist bætt hjá tryggingarfélagi þeirra hjóna þar sem búslóðin var í gámnum en ekki innandyra. Sigurður Ágúst segir að fjölskyldan hafi fundið vel fyrir snörpustu vindhviðunum í gær. „Það segja mér menn að svona gámar geti fokið, 40 feta gámar, geti fokið í 60 metrum á sekúndu og þá hlýtur það að hafa verið það hérna í hviðunum,“ segir Sigurður Ágúst. Við Seljalandsfoss gekk mikið á í óveðrinu í gær en þar splundraðist veitingavagn sem þar stóð. „Veðrið hefur bara sprengt þetta gjörsamlega, “ segir Ellert Geir Ingvarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Hvolsvelli. Hann segir töluvert um tjón í sveitunum en flest séu vegna foks. „Það virðist vera töluvert og bara út um alla sveit bara, “ segir Ellert Geir. Björgunarsveitarmenn á svæðinu stóðu í ströngu á meðan að óveðrið gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Á nokkrum stöðum mynduðust það hættulegar aðstæður að ekki þótti óhætt fyrir þá að vera þar. Víða losnuðu þakplötur eða þakpappi af húsum. Þar á meðal af húsnæði fyrirtækisins South Iceland Adventure á Hvolsvelli. „Bara fengum tilkynningu um að þakið væri að fara af húsinu og það væri einhver þakpakki að fljúga hér um allt. Síðan bara kemur hann Sigurður Sveinsson, annar eigandi að fyrirtækinu og kíkir hingað inn og þá er bara allt í vatni og það er búið að vera vinna hérna við að ræsta gólfin og hérna þetta er mjög ljótt eins og þið sjáið, “ segir Arnar Gauti Markússon eigandi South Iceland Adventure. Arnar Gauti segir að strax hafi verið reynt að bjarga verðmætum. „Við náðum nú að bjarga tölvum og svona svoleiðis en náttúrulega þetta á eftir að verða ljótt. Það verður ekkert unnið hérna næstu vikurnar eða næstu mánuði hugsa ég, “ segir Arnar Gauti. Rafmagnslaust var um tíma á bæjum í Vestur-Landeyjum í dag meðal annars á bænum Akurey 2 þar sem kúabú er. Þak fór af hluta af fjósi sem þar er í gærkvöldi. „Ég hef aldrei upplifað annað eins djöfulsins læti, alveg bara svakalegt alveg. Fór þak af turnunum hérna og veggur sem er á milli turnanna, hann rifnaði af og svo var fjósþakið alveg við það að fara af. Ég setti bara rúllu, heyrúllu ofan á það, til að það tolldi á. Mér sýnist þetta bara vera ónýtt. Trúlegt að það verði bara að rífa það, “ segir Örvar Arason, bóndi á Akurey 2. „Ég hef aldrei séð svona slæmt veður hér á svæðinu. Bara mjög mikil mildi að ekki fór verr og ég held að það sé því að þakka að fólk bara fylgdist með og var ekkert á ferðinni að óþörfu. Það voru bara þeir á ferðinni sem þurftu að vera á ferðinni. Aðrir voru bara heima í rólegheitum, “ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli. Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Sunnlendingar segjast ekki hafa upplifað annað eins óveður og í gær. Gámur fullur af búslóð tókst á loft, bíll lenti á húsvegg og þök rifnuðu af hlöðum á meðan að óveðrið gekk yfir. Um átta leytið í gærkvöldi varð sex manna fjölskylda, sem býr í Álfhólshjáleigu í Vestur-Landeyjum, vör við að gámur sem stóð við hús þeirra tókst á loft. Í gámnum var búslóð fjölskyldunnar „Hann fór á loft sko og fór nærri sex veltur og svo fór hann yfir sig þá opnaðist hurðin. Það var ekkert hægt að gera. Við reyndum að fara út en við bara fukum sko og ekkert hægt að festa þetta neitt niður, “ segir Sigurður Ágúst Rúnarsson fjölskyldufaðirinn. Fjölskyldan flutti í húsið fyrir fimm dögum og var megnið af búslóð þeirra enn inni í gámnum. „Það var bara nánast hér um bil öll búslóðin. Við erum bara búin að taka það helsta út. Við vorum bara að flytja. Svo fór bíllinn líka á hliðina á hlaðinu, vinnubíllinn og klessist upp að húsi þarna, “ segir Sigurður Ágúst. Hann segir ljóst að tjónið er töluvert en óvíst er hvort að það fáist bætt hjá tryggingarfélagi þeirra hjóna þar sem búslóðin var í gámnum en ekki innandyra. Sigurður Ágúst segir að fjölskyldan hafi fundið vel fyrir snörpustu vindhviðunum í gær. „Það segja mér menn að svona gámar geti fokið, 40 feta gámar, geti fokið í 60 metrum á sekúndu og þá hlýtur það að hafa verið það hérna í hviðunum,“ segir Sigurður Ágúst. Við Seljalandsfoss gekk mikið á í óveðrinu í gær en þar splundraðist veitingavagn sem þar stóð. „Veðrið hefur bara sprengt þetta gjörsamlega, “ segir Ellert Geir Ingvarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Hvolsvelli. Hann segir töluvert um tjón í sveitunum en flest séu vegna foks. „Það virðist vera töluvert og bara út um alla sveit bara, “ segir Ellert Geir. Björgunarsveitarmenn á svæðinu stóðu í ströngu á meðan að óveðrið gekk yfir í gærkvöldi og í nótt. Á nokkrum stöðum mynduðust það hættulegar aðstæður að ekki þótti óhætt fyrir þá að vera þar. Víða losnuðu þakplötur eða þakpappi af húsum. Þar á meðal af húsnæði fyrirtækisins South Iceland Adventure á Hvolsvelli. „Bara fengum tilkynningu um að þakið væri að fara af húsinu og það væri einhver þakpakki að fljúga hér um allt. Síðan bara kemur hann Sigurður Sveinsson, annar eigandi að fyrirtækinu og kíkir hingað inn og þá er bara allt í vatni og það er búið að vera vinna hérna við að ræsta gólfin og hérna þetta er mjög ljótt eins og þið sjáið, “ segir Arnar Gauti Markússon eigandi South Iceland Adventure. Arnar Gauti segir að strax hafi verið reynt að bjarga verðmætum. „Við náðum nú að bjarga tölvum og svona svoleiðis en náttúrulega þetta á eftir að verða ljótt. Það verður ekkert unnið hérna næstu vikurnar eða næstu mánuði hugsa ég, “ segir Arnar Gauti. Rafmagnslaust var um tíma á bæjum í Vestur-Landeyjum í dag meðal annars á bænum Akurey 2 þar sem kúabú er. Þak fór af hluta af fjósi sem þar er í gærkvöldi. „Ég hef aldrei upplifað annað eins djöfulsins læti, alveg bara svakalegt alveg. Fór þak af turnunum hérna og veggur sem er á milli turnanna, hann rifnaði af og svo var fjósþakið alveg við það að fara af. Ég setti bara rúllu, heyrúllu ofan á það, til að það tolldi á. Mér sýnist þetta bara vera ónýtt. Trúlegt að það verði bara að rífa það, “ segir Örvar Arason, bóndi á Akurey 2. „Ég hef aldrei séð svona slæmt veður hér á svæðinu. Bara mjög mikil mildi að ekki fór verr og ég held að það sé því að þakka að fólk bara fylgdist með og var ekkert á ferðinni að óþörfu. Það voru bara þeir á ferðinni sem þurftu að vera á ferðinni. Aðrir voru bara heima í rólegheitum, “ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira