Leggja til mikla aukningu framlaga til Landspítala og lífeyrisþega Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 20:30 Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira