Sameinumst um réttlátari fjárlög Formenn stjórnarandstöðuflokkanna skrifar 9. desember 2015 07:00 Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Helgi Hrafn Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum stöndum saman að breytingatillögum við fjárlög. Þar sýnum við að það er hægt að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Við setjum bætt kjör almennings í forgang og þeirra sem hafa lægstar tekjur, leggjum áherslu á heilbrigðisþjónustu, menningu og menntamál og á fjárfestingar í umhverfi og innviðum samfélagsins um allt land. Með þessu vinnum við í sameiningu gegn ójöfnuði á Íslandi og tryggjum að aukin hagsæld skiptist á réttlátan hátt. Allar okkar tillögur eru að fullu fjármagnaðar með tekjuöflun fyrir ríkissjóð.Tillögur okkar eru m.a.: Elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga hækki afturvirkt og með sama hætti og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga, sem miða við 300 þúsund króna mánaðarlaun. Landspítalinn fái nægilegt fé til að standa undir nauðsynlegri starfsemi. Barnafjölskyldum verði mætt með hækkun á þaki fæðingarorlofs upp í 500 þúsund og barnabætur hækki með hækkun á skerðingarviðmiðum. Framlög til háskóla hækki og fjármunum verði veitt til að aflétta fjöldatakmörkunum í framhaldsskólum og styrkja rekstur þeirra. Að blásið verði til sóknar fyrir íslenskt mál í stafrænum heimi. Fjárfestingar verði í innviðum og sóknaráætlun landshluta. Sérstakt átak í viðhald og nýframkvæmdir í vegagerð, enda þörfin afar brýn. Til að mæta skuldbindingum Íslands vegna loftslagsvandans er gert ráð fyrir auknum fjármunum til fjárfestinga í græna hagkerfinu og til Loftslagssjóðs. Að auki eru gerðar tillögur um ýmis mjög brýn réttlætismál: Aukin framlög til móttöku flóttamanna, aukins stuðnings við innflytjendur, til fangelsismála, til baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, til geðheilbrigðismála og til frumkvæðisathugana umboðsmanns Alþingis. Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti. Þar fyrir utan má minna á að á kjörtímabilinu hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna ríkissjóðs upp á tugi milljarða; m.a. lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts og heykst á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum. Með tillögum okkar í stjórnarandstöðunni sýnum við fram á að það er til svigrúm fyrir raunverulegar úrbætur í samfélaginu. Það skiptir öllu máli hverjir fara með stjórn opinberra fjármuna. Árni Páll ÁrnasonKatrín JakobsdóttirÓttarr ProppéHelgi Hrafn Gunnarssonformenn stjórnarandstöðuflokkanna
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar