„Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn.
Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum.
„Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“
„Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.
Útgjöld
- Landspítali viðhald 1.400
- Landspítali magnaukning 1.040
- Landspítali kjarasamningar 400
- Sjúkrahúsið á Akureyri 100
- Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33
- Háskólar almennt 400
- Framhaldsskólar almennt 400
- Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305
- Samgöngur nýframkvæmdir 700
- Viðhald vega 700
- Sóknaráætlun landshluta 400
- Fæðingarorlof hækkun 1.700
- Barnabætur 2.400
- Umboðsmaður Alþingis 15
- Fangelsismálastofnun 80
- Kynbundið ofbeldi 200
- Útlendingamál 200
- Stafræn íslenska 170
- Loftslagssjóður 200
- Græna hagkerfið 70
- Menningarmál 40
- Ríkisskattstjóri 58
- Orkuskattur 2.000
- Skatteftirlit 4.000
- Arður af bönkum 8.000
- Veiðigjöld 3.000