Þolir ekki sjálfsmyndir á samfélagsmiðlum Ritstjórn skrifar 8. desember 2015 14:30 Karl Lagerfeld. Glamour/Getty Tískukóngurinn sjálfur Karl Lagerfeld er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og það gerir hann ekki í viðtali við WWD þar sem meðal annars kemur hvað það er sem Hr. Lagerfeld hatar mest í lífinu, nefnilega sjálfsmyndir. "Þessir samfélagsmiðlar, það er eitthvað sorglegt við þá," segir hann. "Er það vegna þess að fólk veit ekki nógu mikið um vini sína og fólk almennt? Ég skil ekki. Þetta er eins og spegill þar sem fólk talar við sjálft sig. Og það sem ég hata mest í lífinu eru þessar sjálfsmyndir." Það er spurning hvort hann banni fyrirsætum á borð við Gigi Hadid og Kendall Jenner að taka sjálfsmyndir af sér þegar þær sýna fyrir Chanel í framtíðinni en þær stöllur eru hvað frægastar fyrir vinsældir sínar á samfélagsmiðlum. Kim Kardashian gaf út heila bók um sjálfsmyndir og hvernig best er að taka þær.Glamour/Getty Glamour Tíska Mest lesið Við elskum vínrauðan Glamour Eftirminnilegustu Golden Globe kjólarnir Glamour Gataðar augabrúnir 2015 Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour Demna Gvasalia valinn manneskja ársins af BoF Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Ein af topp 30 fyrirsætum 21 aldarinnar Glamour Cara Delevingne ýtir undir orðróm um trúlofun Glamour Kylie Minogue bar sigur af hólmi gegn Kylie Jenner Glamour
Tískukóngurinn sjálfur Karl Lagerfeld er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og það gerir hann ekki í viðtali við WWD þar sem meðal annars kemur hvað það er sem Hr. Lagerfeld hatar mest í lífinu, nefnilega sjálfsmyndir. "Þessir samfélagsmiðlar, það er eitthvað sorglegt við þá," segir hann. "Er það vegna þess að fólk veit ekki nógu mikið um vini sína og fólk almennt? Ég skil ekki. Þetta er eins og spegill þar sem fólk talar við sjálft sig. Og það sem ég hata mest í lífinu eru þessar sjálfsmyndir." Það er spurning hvort hann banni fyrirsætum á borð við Gigi Hadid og Kendall Jenner að taka sjálfsmyndir af sér þegar þær sýna fyrir Chanel í framtíðinni en þær stöllur eru hvað frægastar fyrir vinsældir sínar á samfélagsmiðlum. Kim Kardashian gaf út heila bók um sjálfsmyndir og hvernig best er að taka þær.Glamour/Getty
Glamour Tíska Mest lesið Við elskum vínrauðan Glamour Eftirminnilegustu Golden Globe kjólarnir Glamour Gataðar augabrúnir 2015 Glamour Allt er vænt sem vel er grænt Glamour Svakalegur samfestingur í Cannes Glamour Demna Gvasalia valinn manneskja ársins af BoF Glamour Þessu máttu ekki missa af úr fatalínu Balmain fyrir H&M Glamour Ein af topp 30 fyrirsætum 21 aldarinnar Glamour Cara Delevingne ýtir undir orðróm um trúlofun Glamour Kylie Minogue bar sigur af hólmi gegn Kylie Jenner Glamour