Húsið sem fauk á Patreksfirði eins berskjaldað og mögulegt er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 11:27 Grunnur hússins á Patreksfirði sem fauk í nótt. Húsið var mannlaust. Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum. Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Enginn varð vitni að því þegar mannlaust hús sem verið var að gera upp fauk svo gott sem í heild sinni í óveðrinu sem gekk yfir landið. Björgunarsveitarmaður hjá Blakki á Patreksfirði segir húsið standa á versta mögulega stað þegar blæs úr austri. Jónas Þrastarson var einn liðsmanna Blakks sem sinntu í kringum tíu útköllum í bænum frá miðnætti og til sjö í morgun. Brotnar rúður og klæðning og þakplötur að fjúka var rauði þráðurinn í verkefnum næturinnar. Líklega bara ein hviða Jónas segir engan hafa orðið vitni að því þegar húsið fauk. Þeir hafi komið að því seint í nótt og þá hafi allt verið fokið úr því sem fokið gat. „Ég held það hafi bara komið ein hviða,“ segir Jónas þegar hann er beðinn um útskýringar á því hvað mögulega geti hafa gerst. Hann útskýrir að bærinn sé þannig uppbyggður að í austanátt geti myndast mikill vindstrengur niður Mikladal, um hundrað metra breiður. Í kringum 25 m/s vindhraði og 35 m/s hviður voru við veðurstöðina á Patreksfirði í nótt. Jónas segist trúa því að hviðurnar í strengnum fari eflaust upp í 50 m/s á sama tíma.Allir fastir á Patró „Það stendur einhverja 200 metra frá sjónum og brakið er búið að dreifast niður að sjó. Restin er væntanlega úti í sjónum,“ segir Jónas. Verið var að gera húsið upp og stóð það eitt uppi á hól. „Það var eins berskjaldað og það gat verið,“ segir Jónas en engin tré er að finna í kringum húsið. Jónas var eins og gefur að skilja þreyttur eftir atburði næturinnar og næst á dagskrá var að leggja sig. „Svo er framundan vinna hjá Orkubúi Vestfjarða um leið og þeir opna heiðarnar,“ segir Jónas sem kemst ekkert frá Patreksfirði þessa stundina frekar en aðrir íbúar í bænum.
Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18