Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 10:06 Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. Vísir/Vilhelm Tveir bátar sukku í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í nótt. Afar erfiðar aðstæður sköpuðust í óviðrinu í nótt við smábátahöfnina en auk bátana urðu þó nokkrar skemmdir á hafnarmannvirkjum. Báturinn Sæmundur fróði og Glaður sukku í höfnina en að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóhafna, er verið að gera ráðstanfir til þess að ná bátunum upp og verði það reynt við fyrsta mögulega tækifæri.Líkt og greint var frá í gær losnaði báturinn Stormur frá bryggju en Slökkviliðs- og björgunarsveitarmönnum tókst að festa bátinn. Hér má sjá Storm á ferðinni en með sameinuðu átaki tókst að festa hann.Vísir/VilhelmSumir tóku sénsinn og sinntu ekki bátum sínum Festingar á bryggjum í Suðurbugt og brimbrjót við Ægisgarð skemmdust svo og fingur á flotbryggjunni í Suðurbugt. Í Austurbugt urðu skemmdir á festingum á flotbryggju. Að sögn Gísla er um að ræða tjón upp á hundruð þúsunda, mögulega milljóna en hugað verður nánar að ástandi þar þegar vind hægir frekar. Gísli segir að flestir hafi sinnt kallinu og hugað að bátum sínum áður en að óveðrið skall á en ljóst sé að einhverjir hafi ekki sinnt kallinu. „Í þessari átt er þetta svæði algjör suðupottur. Miðað við áttina vissum við að það yrði mikil ókyrrð í Ægisgarði. Það voru margir smábátaeigendur sem fóru og sinntu kallinu. Sumir gerðu það hinsvegar ekki og tóku það sem við köllum sénsinn.“ Vindur verður áfram snarpur í dag og fram eftir kvöldi og vill Gísli koma þeim skilaboðum áleiðis til bátaeiganda um að halda vöku sinni og tryggja landfestar sem kostur er og færa báta sína eftir því sem efni standa til. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sköpuðust afar erfiðar aðstæður við Ægisgarð í gærkvöldi. Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Sjá meira
Tveir bátar sukku í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í nótt. Afar erfiðar aðstæður sköpuðust í óviðrinu í nótt við smábátahöfnina en auk bátana urðu þó nokkrar skemmdir á hafnarmannvirkjum. Báturinn Sæmundur fróði og Glaður sukku í höfnina en að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóhafna, er verið að gera ráðstanfir til þess að ná bátunum upp og verði það reynt við fyrsta mögulega tækifæri.Líkt og greint var frá í gær losnaði báturinn Stormur frá bryggju en Slökkviliðs- og björgunarsveitarmönnum tókst að festa bátinn. Hér má sjá Storm á ferðinni en með sameinuðu átaki tókst að festa hann.Vísir/VilhelmSumir tóku sénsinn og sinntu ekki bátum sínum Festingar á bryggjum í Suðurbugt og brimbrjót við Ægisgarð skemmdust svo og fingur á flotbryggjunni í Suðurbugt. Í Austurbugt urðu skemmdir á festingum á flotbryggju. Að sögn Gísla er um að ræða tjón upp á hundruð þúsunda, mögulega milljóna en hugað verður nánar að ástandi þar þegar vind hægir frekar. Gísli segir að flestir hafi sinnt kallinu og hugað að bátum sínum áður en að óveðrið skall á en ljóst sé að einhverjir hafi ekki sinnt kallinu. „Í þessari átt er þetta svæði algjör suðupottur. Miðað við áttina vissum við að það yrði mikil ókyrrð í Ægisgarði. Það voru margir smábátaeigendur sem fóru og sinntu kallinu. Sumir gerðu það hinsvegar ekki og tóku það sem við köllum sénsinn.“ Vindur verður áfram snarpur í dag og fram eftir kvöldi og vill Gísli koma þeim skilaboðum áleiðis til bátaeiganda um að halda vöku sinni og tryggja landfestar sem kostur er og færa báta sína eftir því sem efni standa til. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sköpuðust afar erfiðar aðstæður við Ægisgarð í gærkvöldi.
Veður Tengdar fréttir Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Sjá meira
Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum, 8. desember 2015 06:28
Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05