Hættuástand og ófært fyrir björgunarsveitir á Suðurlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir, Snærós Sindradóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 8. desember 2015 05:00 Báturinn Stormur losnaði frá bryggju og rak í land í Reykjavíkurhöfn í gær. Bátur sem ber nafn með rentu. VÍSIR/Vilhelm Á sjöunda hundrað manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinntu margvíslegum útköllum vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið í gær. Rafmagnsleysi gerði vart við sig á Suðurlandi og á Vestfjörðum, Austurlandi og Austfjörðum. Foktjón var mikið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Á Suðurlandi gat björgunarsveitarfólk ekki sinnt útköllum vegna veðurofsans. Hátt í sjö hundruð björgunarsveitarmenn sinntu hundruðum útkalla í gærkvöldi. Flest þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu en þau alvarlegustu voru í Vestmannaeyjum. „Veðrið varð verst í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Engin alvarleg slys urðu á fólki,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, en víða gátu björgunarsveitir ekki sinnt útköllum vegna ófærðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir lögreglu fáliðaða á Suðurlandi, björgunarsveitir ákváðu að sinna ekki útköllum nema líf lægi við. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að sett hafi að sér ugg þegar veðrið var sem verst. „Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði hún. „Það er hopp og hí á Suðurbugtinni,“ sagði Stefán Hallur Ellertsson hafnsögumaður við höfnina í Reykjavík þar sem bátar fóru á fleygiferð. „Lögregla og björgunarsveitir komu en það var ekkert sem var hægt að gera, það verður fyrirsjáanlegt tjón.“ Rafmagnslaust varð víða á landinu. Fyrst á Vík í Mýrdal og þá undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust varð í Fljótshlíð, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi að stóru leyti, Vestfjörðum, Austurlandi og Akureyri. Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði björgunarsveitarmönnum og lögreglu ekki stefnt í hættu nema mikið lægi við. Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi gáfu út yfirlýsingu um að þeir færu ekki í útköll á næstunni nema mannslíf væru í húfi. „Það er ekki verjandi að stefna björgunarmönnum í hættu nema líf liggi við,“ sagði Sveinn. Um níuleytið barst tilkynning um karlmann sem talinn var í sjálfheldu á Lambafelli undir Eyjafjöllum. Ekki var unnt að senda björgunarsveitir honum til aðstoðar þar sem of mikil hætta var talin vera fyrir hendi. „Við erum að fara hérna inn í var á Neskaupstað,“ sagði Grétar Már Kristjánsson, skipstjóri á Gnúp GK-11, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fáir bátar voru á miðunum en þeir skipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu ekki áhyggjur af veðrinu og sögðust hafa séð það svartara. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri í afleysingum á Fjölni GK, hafði siglt bátnum í var á Faxaflóa. Hann sagðist ekki efast um að unnustur og eiginkonur skipverja hefðu áhyggjur af þeim á hafi úti en þær væru ýmsu vanar. Menn væru einfaldlega í vinnunni og þetta væri hluti af starfinu. Skipstjóri ber ábyrgð ef slys verða við þessar aðstæður. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á bænum Djúpadal í Skagafirði og fjallskilastjóri, hafði gert ráðstafanir vegna óveðursins. Hann býr á vindasömu svæði og hefur nokkrum sinnum orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna veðurs. Hann sagði börnin á bænum nokkuð áhyggjufull vegna stormsins og ekki yrði sofið mikið í nótt. Á níunda tímanum var orðið bálhvasst í Skagafirði og rafmagn stopult. Svartakóf var í firðinum svo ekki sást á milli húsa og bændur óvissir um stöðu útihúsa eða skepna. „Einn úr okkar hópi varð veikur svo við breyttum stefnu okkar í átt að Kópaskeri. Þar var okkur ráðlagt að halda okkur á meðan veðrið gengi yfir,“ segir Charlie Smith, einn göngugarpanna sem þurftu að leita skjóls á Kópaskeri í gærkvöldi.Páley Borgþórsdóttir segir ugg hafa sett að sér þegar veður var hvað verst.Einn félagi Charlies fór að finna fyrir verkjum fyrir brjósti á leið þeirra yfir Melrakkasléttu sem setti strik í reikninginn. „Núna erum við að reyna að áætla næstu skref til að sjá til þess að við getum haldið áfram. Öll ferð okkar hingað til er í raun unnin fyrir gýg,“ segir Charlie. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, óskaði eftir því að lýst yrði yfir hættustigi fyrir Vestmannaeyjar um átta leytið í gærkvöldi. Þá hafði þak losnað af nokkrum húsum auk frekara tjóns en engin slys orðið á fólki. Vindhraði mældist 49 m/s stuttu áður en hættustigi var lýst yfir. Síminn á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum hringdi linnulaust í allt gærkvöld og íbúar voru áhyggjufullir vegna foks og tjóns. „Það eru helst efri byggðirnar og hús þar sem eru berskjölduð. Það hefur orðið mikið foktjón í fjórum hverfum í bænum. Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði Páley og sagði einhverja hafa fært sig á milli húsa öryggisins vegna. Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinntu margvíslegum útköllum vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið í gær. Rafmagnsleysi gerði vart við sig á Suðurlandi og á Vestfjörðum, Austurlandi og Austfjörðum. Foktjón var mikið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Á Suðurlandi gat björgunarsveitarfólk ekki sinnt útköllum vegna veðurofsans. Hátt í sjö hundruð björgunarsveitarmenn sinntu hundruðum útkalla í gærkvöldi. Flest þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu en þau alvarlegustu voru í Vestmannaeyjum. „Veðrið varð verst í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Engin alvarleg slys urðu á fólki,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, en víða gátu björgunarsveitir ekki sinnt útköllum vegna ófærðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir lögreglu fáliðaða á Suðurlandi, björgunarsveitir ákváðu að sinna ekki útköllum nema líf lægi við. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að sett hafi að sér ugg þegar veðrið var sem verst. „Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði hún. „Það er hopp og hí á Suðurbugtinni,“ sagði Stefán Hallur Ellertsson hafnsögumaður við höfnina í Reykjavík þar sem bátar fóru á fleygiferð. „Lögregla og björgunarsveitir komu en það var ekkert sem var hægt að gera, það verður fyrirsjáanlegt tjón.“ Rafmagnslaust varð víða á landinu. Fyrst á Vík í Mýrdal og þá undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust varð í Fljótshlíð, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi að stóru leyti, Vestfjörðum, Austurlandi og Akureyri. Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði björgunarsveitarmönnum og lögreglu ekki stefnt í hættu nema mikið lægi við. Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi gáfu út yfirlýsingu um að þeir færu ekki í útköll á næstunni nema mannslíf væru í húfi. „Það er ekki verjandi að stefna björgunarmönnum í hættu nema líf liggi við,“ sagði Sveinn. Um níuleytið barst tilkynning um karlmann sem talinn var í sjálfheldu á Lambafelli undir Eyjafjöllum. Ekki var unnt að senda björgunarsveitir honum til aðstoðar þar sem of mikil hætta var talin vera fyrir hendi. „Við erum að fara hérna inn í var á Neskaupstað,“ sagði Grétar Már Kristjánsson, skipstjóri á Gnúp GK-11, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fáir bátar voru á miðunum en þeir skipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu ekki áhyggjur af veðrinu og sögðust hafa séð það svartara. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri í afleysingum á Fjölni GK, hafði siglt bátnum í var á Faxaflóa. Hann sagðist ekki efast um að unnustur og eiginkonur skipverja hefðu áhyggjur af þeim á hafi úti en þær væru ýmsu vanar. Menn væru einfaldlega í vinnunni og þetta væri hluti af starfinu. Skipstjóri ber ábyrgð ef slys verða við þessar aðstæður. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á bænum Djúpadal í Skagafirði og fjallskilastjóri, hafði gert ráðstafanir vegna óveðursins. Hann býr á vindasömu svæði og hefur nokkrum sinnum orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna veðurs. Hann sagði börnin á bænum nokkuð áhyggjufull vegna stormsins og ekki yrði sofið mikið í nótt. Á níunda tímanum var orðið bálhvasst í Skagafirði og rafmagn stopult. Svartakóf var í firðinum svo ekki sást á milli húsa og bændur óvissir um stöðu útihúsa eða skepna. „Einn úr okkar hópi varð veikur svo við breyttum stefnu okkar í átt að Kópaskeri. Þar var okkur ráðlagt að halda okkur á meðan veðrið gengi yfir,“ segir Charlie Smith, einn göngugarpanna sem þurftu að leita skjóls á Kópaskeri í gærkvöldi.Páley Borgþórsdóttir segir ugg hafa sett að sér þegar veður var hvað verst.Einn félagi Charlies fór að finna fyrir verkjum fyrir brjósti á leið þeirra yfir Melrakkasléttu sem setti strik í reikninginn. „Núna erum við að reyna að áætla næstu skref til að sjá til þess að við getum haldið áfram. Öll ferð okkar hingað til er í raun unnin fyrir gýg,“ segir Charlie. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, óskaði eftir því að lýst yrði yfir hættustigi fyrir Vestmannaeyjar um átta leytið í gærkvöldi. Þá hafði þak losnað af nokkrum húsum auk frekara tjóns en engin slys orðið á fólki. Vindhraði mældist 49 m/s stuttu áður en hættustigi var lýst yfir. Síminn á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum hringdi linnulaust í allt gærkvöld og íbúar voru áhyggjufullir vegna foks og tjóns. „Það eru helst efri byggðirnar og hús þar sem eru berskjölduð. Það hefur orðið mikið foktjón í fjórum hverfum í bænum. Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði Páley og sagði einhverja hafa fært sig á milli húsa öryggisins vegna.
Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira