Eins og í hryllingsmynd í Eyjum: „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 21:01 Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast í óveðrinu í febrúar 1991. Vísir/GVA Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34