Reykjanesbraut lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 19:46 Hviður allt að 40-55 m/s á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut til viðbótar við Kjalarnes, Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg á suðvesturhorninu. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar. Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengsli og víðar. Ekki er reiknað með því að þeir vegir sem hafa verið lokaðir opni fyrr en á morgun. Kort af lokunum má sjá hér. Að neðan má sjá ábendingar frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar klukkan 18:50. Ábendingar frá veðurfræðingi Litlar breytingar frá spám í morgun. Helst það þó að hefur hlánað fyrr en ætla mátti sums staðar suðvestanlands. Það hefur í för með sér að neðan 100 metra hæðar verður síður skafrenningur með storminum sem spáð er síðdegis. Bætir verulega í vind sunnanlands eftir kl. 15 og aftakaveðri er spáð austur með ströndinni, 30-35 m/s og fara hviður um og yfir 60 m/s. Almennt séð bætir mjög í vind á landinu síðdegis og í kvöld og til að byrja með einkum kóf vegna skafrennings, en síðar bætist ofankomavið. Austanlands sérstaklega eru horfur á mikilli snjókomu í kvöld, sérstaklega á fjallvegum. Í nótt ganga skil lægðarinnar norður yfir landið. Þá gerir væga hláku á láglendi um land allt og lægir mikið norðan- og austanlands. Færð og aðstæður/lokanir Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur flestum fjallvegum á landinu verið lokað. Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Suðurstrandavegur og vegurinn um Kjalarnes eru einnig lokaðir og í Skagafirði er slæmt ferðaveður eru flestir vegir lokaðir. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Vegurinn með suðausturströndinni er lokaður frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun. Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka víða á Suðurlandi. Veður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut til viðbótar við Kjalarnes, Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg á suðvesturhorninu. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar. Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengsli og víðar. Ekki er reiknað með því að þeir vegir sem hafa verið lokaðir opni fyrr en á morgun. Kort af lokunum má sjá hér. Að neðan má sjá ábendingar frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar klukkan 18:50. Ábendingar frá veðurfræðingi Litlar breytingar frá spám í morgun. Helst það þó að hefur hlánað fyrr en ætla mátti sums staðar suðvestanlands. Það hefur í för með sér að neðan 100 metra hæðar verður síður skafrenningur með storminum sem spáð er síðdegis. Bætir verulega í vind sunnanlands eftir kl. 15 og aftakaveðri er spáð austur með ströndinni, 30-35 m/s og fara hviður um og yfir 60 m/s. Almennt séð bætir mjög í vind á landinu síðdegis og í kvöld og til að byrja með einkum kóf vegna skafrennings, en síðar bætist ofankomavið. Austanlands sérstaklega eru horfur á mikilli snjókomu í kvöld, sérstaklega á fjallvegum. Í nótt ganga skil lægðarinnar norður yfir landið. Þá gerir væga hláku á láglendi um land allt og lægir mikið norðan- og austanlands. Færð og aðstæður/lokanir Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur flestum fjallvegum á landinu verið lokað. Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Suðurstrandavegur og vegurinn um Kjalarnes eru einnig lokaðir og í Skagafirði er slæmt ferðaveður eru flestir vegir lokaðir. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Vegurinn með suðausturströndinni er lokaður frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun. Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka víða á Suðurlandi.
Veður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira