Reykjanesbraut lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 19:46 Hviður allt að 40-55 m/s á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut til viðbótar við Kjalarnes, Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg á suðvesturhorninu. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar. Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengsli og víðar. Ekki er reiknað með því að þeir vegir sem hafa verið lokaðir opni fyrr en á morgun. Kort af lokunum má sjá hér. Að neðan má sjá ábendingar frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar klukkan 18:50. Ábendingar frá veðurfræðingi Litlar breytingar frá spám í morgun. Helst það þó að hefur hlánað fyrr en ætla mátti sums staðar suðvestanlands. Það hefur í för með sér að neðan 100 metra hæðar verður síður skafrenningur með storminum sem spáð er síðdegis. Bætir verulega í vind sunnanlands eftir kl. 15 og aftakaveðri er spáð austur með ströndinni, 30-35 m/s og fara hviður um og yfir 60 m/s. Almennt séð bætir mjög í vind á landinu síðdegis og í kvöld og til að byrja með einkum kóf vegna skafrennings, en síðar bætist ofankomavið. Austanlands sérstaklega eru horfur á mikilli snjókomu í kvöld, sérstaklega á fjallvegum. Í nótt ganga skil lægðarinnar norður yfir landið. Þá gerir væga hláku á láglendi um land allt og lægir mikið norðan- og austanlands. Færð og aðstæður/lokanir Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur flestum fjallvegum á landinu verið lokað. Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Suðurstrandavegur og vegurinn um Kjalarnes eru einnig lokaðir og í Skagafirði er slæmt ferðaveður eru flestir vegir lokaðir. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Vegurinn með suðausturströndinni er lokaður frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun. Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka víða á Suðurlandi. Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut til viðbótar við Kjalarnes, Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg á suðvesturhorninu. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar. Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengsli og víðar. Ekki er reiknað með því að þeir vegir sem hafa verið lokaðir opni fyrr en á morgun. Kort af lokunum má sjá hér. Að neðan má sjá ábendingar frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar klukkan 18:50. Ábendingar frá veðurfræðingi Litlar breytingar frá spám í morgun. Helst það þó að hefur hlánað fyrr en ætla mátti sums staðar suðvestanlands. Það hefur í för með sér að neðan 100 metra hæðar verður síður skafrenningur með storminum sem spáð er síðdegis. Bætir verulega í vind sunnanlands eftir kl. 15 og aftakaveðri er spáð austur með ströndinni, 30-35 m/s og fara hviður um og yfir 60 m/s. Almennt séð bætir mjög í vind á landinu síðdegis og í kvöld og til að byrja með einkum kóf vegna skafrennings, en síðar bætist ofankomavið. Austanlands sérstaklega eru horfur á mikilli snjókomu í kvöld, sérstaklega á fjallvegum. Í nótt ganga skil lægðarinnar norður yfir landið. Þá gerir væga hláku á láglendi um land allt og lægir mikið norðan- og austanlands. Færð og aðstæður/lokanir Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur flestum fjallvegum á landinu verið lokað. Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Suðurstrandavegur og vegurinn um Kjalarnes eru einnig lokaðir og í Skagafirði er slæmt ferðaveður eru flestir vegir lokaðir. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Vegurinn með suðausturströndinni er lokaður frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun. Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka víða á Suðurlandi.
Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira