Fellibylur gengur yfir Ísland: Útihús gætu splundrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. desember 2015 19:03 Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna. Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna.
Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira