Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 22:30 Sigurður Einarsson sést hér fyrir miðri mynd í dómsal í dag. vísir/stefán Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kvaðst fyrir dómi í dag ekki haft neina aðkomu að þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir í CLN-málinu. Sigurður er ákærður, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Er það mat ákæruvaldsins að Hreiðar og Sigurður hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fjárumunum bankans í hættu en Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlutdeild í brotum Hreiðars og Sigurðar. Ákærður fyrir umboðssvik án umboðs Tekin var skýrsla af Sigurði í dag en áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, tók til við að spyrja hann út í ákæruefnin ávarpaði Sigurður dóminn en skapast hefur ákveðin hefð fyrir því að sakborningar í hrunmálunum geri það. Sagði Sigurður að hann væri nú enn á ný ákærður fyrir umboðssvik þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði sýknað hann af ákæru um slíkt brot þar sem hann hefði ekki sem stjórnarformaður haft neitt umboð til að lána fé frá Kaupþingi. Sagði Sigurður að þrátt fyrir þetta hefði saksóknarinn ekki breytt ákærunni í CLN-málinu og væri honum ef til vill vorkunn. Vandaði saksóknara ekki kveðjurnar Áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli Björns saksóknara og Hreiðars Más þegar sá síðarnefndi flutti ávarp sitt, og þó að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í tilfelli Sigurðar, þá vandaði hann engu að síður saksóknara ekki kveðjurnar: „Hann hefur einungis svarað mér með hroka og yfirlæti þegar ég hef leitað eftir því að hann leiðrétti það sem hann gerði rangt. Ég á því miður ekki von á öðru en að saksóknarinn Björn Þorvaldsson haldi áfram að vefa lygavef sinn hér eins og áður eins ömurlegt og það er að þurfa að búast við slíku.“ Líkt og Hreiðar Már sagði Sigurður að staða Kauþings hafi verið góð þegar lánin voru veitt. Bankinn hefði staðið traustum fótum og einfaldast því til sönnunar væri að skoða eiginfjárstöðu, lausafjárstöðu og þróun Kaupþings. Sagði allt hafa breyst við yfirtöku Glitnis Sagði Sigurður tölurnar tala sínu máli en yfirtaka Seðlabanka Íslands á Glitni hefði hins vegar breytt öllu. Sú ákvörðun, sem og setning neyðarlaganna þann 6. október 2008, hefðu sett Kaupþing í þrot. „Vel má vera og er ekki til umfjöllunar hér að einhverjir telji minni hagsmunum fórnað fyrir meiri með yfirtöku Seðlabankans á Glitni og setningu neyðarlaga. Það er hins vegar verið að gera tilraun til þess að hengja bakara fyrir smið í þessum réttarhöldum og er það ekki góð latína svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigurður. CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kvaðst fyrir dómi í dag ekki haft neina aðkomu að þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir í CLN-málinu. Sigurður er ákærður, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Er það mat ákæruvaldsins að Hreiðar og Sigurður hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fjárumunum bankans í hættu en Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlutdeild í brotum Hreiðars og Sigurðar. Ákærður fyrir umboðssvik án umboðs Tekin var skýrsla af Sigurði í dag en áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, tók til við að spyrja hann út í ákæruefnin ávarpaði Sigurður dóminn en skapast hefur ákveðin hefð fyrir því að sakborningar í hrunmálunum geri það. Sagði Sigurður að hann væri nú enn á ný ákærður fyrir umboðssvik þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði sýknað hann af ákæru um slíkt brot þar sem hann hefði ekki sem stjórnarformaður haft neitt umboð til að lána fé frá Kaupþingi. Sagði Sigurður að þrátt fyrir þetta hefði saksóknarinn ekki breytt ákærunni í CLN-málinu og væri honum ef til vill vorkunn. Vandaði saksóknara ekki kveðjurnar Áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli Björns saksóknara og Hreiðars Más þegar sá síðarnefndi flutti ávarp sitt, og þó að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í tilfelli Sigurðar, þá vandaði hann engu að síður saksóknara ekki kveðjurnar: „Hann hefur einungis svarað mér með hroka og yfirlæti þegar ég hef leitað eftir því að hann leiðrétti það sem hann gerði rangt. Ég á því miður ekki von á öðru en að saksóknarinn Björn Þorvaldsson haldi áfram að vefa lygavef sinn hér eins og áður eins ömurlegt og það er að þurfa að búast við slíku.“ Líkt og Hreiðar Már sagði Sigurður að staða Kauþings hafi verið góð þegar lánin voru veitt. Bankinn hefði staðið traustum fótum og einfaldast því til sönnunar væri að skoða eiginfjárstöðu, lausafjárstöðu og þróun Kaupþings. Sagði allt hafa breyst við yfirtöku Glitnis Sagði Sigurður tölurnar tala sínu máli en yfirtaka Seðlabanka Íslands á Glitni hefði hins vegar breytt öllu. Sú ákvörðun, sem og setning neyðarlaganna þann 6. október 2008, hefðu sett Kaupþing í þrot. „Vel má vera og er ekki til umfjöllunar hér að einhverjir telji minni hagsmunum fórnað fyrir meiri með yfirtöku Seðlabankans á Glitni og setningu neyðarlaga. Það er hins vegar verið að gera tilraun til þess að hengja bakara fyrir smið í þessum réttarhöldum og er það ekki góð latína svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigurður.
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35