Til marks um að laun hafi hækkað of mikið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2015 18:30 Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira