Til marks um að laun hafi hækkað of mikið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2015 18:30 Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. Á meðal þeirra launatengdu gjalda sem að atvinnurekendur greiða er tryggingargjaldið. Í dag er það 7,5% af launum hvers starfsmanns. Bæði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og forseti Alþýðusambands Íslands hafa skorað á ríkisstjórnina að lækka gjaldið til að koma til móts við þær launahækkanir sem fylgja nýjum kjarasamningum. Þeir vilja að í fjárlögum næsta árs komi lækki gjaldið. „Ég lít þannig á að í raun og veru sé verið að segja að laun hafi hækkað of mikið. Að atvinnurekendur ráði ekki við niðurstöðu kjarasamninganna,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þá segir hann að vel finnist fyrir launahækkununum í fjárlögum næsta árs sem verið er að ræða á Alþingi núna. „Það er mjög fyrirferðarmikill liður þarna sem að er yfir þrjátíu milljarðar sem að er að fara í launahækkanir. Við finnum fyrir því og það skerðir getu okkar til þess að fara í fjárfestingarverkefni. Sveitarfélögin finna mjög fyrir þessu og eru mörg hver að lenda í hallarekstri út af þessum launalið og þarna er atvinnulífið að segja laun hafa hækkað of mikið. Er hægt að bjarga því með því að hækka tryggingargjaldið um 1% þegar launin hafa hækkað um sex, sjö, átta, níu? Ég held ekki. Ég held að við þurfum að skoða þetta í einhverju stærra samhengi,“ segir Bjarni. Bjarni segir ekki hægt að lækka tryggingargjaldið strax í byrjun janúar. „Það er ekkert svigrúm. Við myndum stefna ríkinu beint í hallarekstur ef við tækjum 2,5% af tryggingargjaldinu strax á næsta ári eins og verið er að tala um,“ segir Bjarni. Bjarni segir þó að til greina komi að lækka tryggingargjaldið á næstu árum. „Það verður sameiginlegt verkefni okkar að horfa svona yfir kjarasamningstímann fram til ársins 2019 og í stað þess að vera að velta þessu fyrir okkur hvað getur gerst núna næsta janúar, að horfa aðeins til lengri tíma og ég get vel séð fyrir mér að það geti komið til lækkunar á tryggingargjaldinu á kjarasamningstímanum. En það er ekki svigrúm til þess að taka tugi milljarða tekjumegin af ríkisfjármálunum strax núna 1.janúar,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira