Innlent

Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir vísir/stefán
Á níunda hundrað manns hafa nú skorað á Höllu Tómasdóttur, frumkvöðul og fjárfesti, að gefa kost á sér í embætti for­seta Íslands í for­seta­kosn­ing­un­um sem fyr­ir­hugaðar eru á næsta ári.

Áskorunarsíðu henni til stuðnings var ýtt úr vör á Facebook 1. desember og segist Halla vera djúpt snortin yfir þeim skilaboðum sem henni hafa borist síðustu daga.

„Það er ekki auðvelt að svara slíkri áskorun svo ég hef ákveðið að gefa mér tíma í að hugsa og ræða við mína nánustu, áður en ég segi af eða á,” segir Halla í skilaboðum til vina og vandamanna sinna.

„Hver sem niðurstaðan verður, þá mun ég áfram brenna fyrir jafnrétti, sjálfbærni og uppbyggingu manneskjulegs samfélags,” segir hún ennfremur.

Á síðunni Við skorum á Höllu Tómasdóttur í forsetaframboð 2016 segir: „„Við skor­um á Höllu Tóm­as­dótt­ur að gefa kost á sér í embætti for­seta Íslands. Höllu fylg­ir bjart­sýni og áræðni, hún er verðugur full­trúi þjóðar­inn­ar,“  Þar stendur einnig: „Halla hef­ur kraft­inn, já­kvæðnina og hlýj­una til að verða góður for­seti. Við þurf­um for­seta sem fyll­ir okk­ur eld­móði og bjart­sýni, for­seta sem verður okk­ur sam­ferða inn í framtíðina. [...] Með Höllu mun Ísland eign­ast hvetj­andi og upp­byggi­leg­an for­seta sem í senn mun reyn­ast góður sam­ferðamaður og verðugur full­trúi á alþjóðleg­um vett­vangi.“

Ekki náðist í Höllu við vinnslu þessarar fréttar.

 

Við skorum á Höllu Tómasdóttur að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands.Höllu fylgir bjartsýni, áræðni og kjarkur;...

Posted by Við skorum á Höllu Tómasdóttur í forsetaframboð 2016 on Tuesday, 1 December 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×