Eygló: Með harðsperrur í kinnunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2015 17:28 Eygló fagnar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug í síðasta mánuði. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með að lýsa ánægju sinni með bronsverðlaunin sín á EM í sundi þegar Vísir náði tali af henni í dag. Hún var þá nýkomin af verðlaunapallinum eftir að hafa unnið brons í 100 m baksundi á EM í 25 m laug í Ísrael. Eygló er fyrst íslenskra sundkvenna til að vinna verðlaun á stórmóti í sundi.Sjá einnig: Eygló Ósk vann brons á Evrópumótinu „Ég er komin með harðsperrur í kinnarnar, ég er búin að brosa svo mikið,“ sagði Eygló og hló. Hún segist ekki hafa áttað sig á þegar hún tók síðustu sundtökin að hún væri að tryggja sér verðlaunasæti. „Ég held að ég hafi þurft að horfa upp á töfluna í svona eina og hálfa mínútu til að trúa þessu og átta mig á því að ég hafi í alvörunni náð þriðja sætinu. Ég táraðist bara við það.“ Sterkasta grein Eyglóar er þó 200 m baksundið og segir hún að aðalmarkmið sitt hafi verið að vera á meðal fimm efstu í þeirri grein á mótinu. Keppt er í 200 m baksundi strax í fyrramálið og hefur hún því lítinn tíma til að jafna sig. „Ég þarf eiginlega að drífa mig aftur í laugina til að synda mig niður,“ segir hún. „Ég þarf að slaka á og fara í nudd til að vera tilbúin á morgun.“Sjá einnig: Besti árangur íslenskrar sundkonu Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi og því fara bestu átta sundkonurnar úr undanrásunum beint í úrslitin sem fara fram síðdegis á morgun. „Ég held að ég eigi ekki eftir að átta mig almennilega á þessu fyrr en síðar í kvöld. Nú þarf ég strax að byrja að einbeita mér að næstu grein,“ sagði hún en nánar verður rætt við hana og landsliðsþjálfarann Jacky Pellerin í Fréttablaðinu á morgun. Sund Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með að lýsa ánægju sinni með bronsverðlaunin sín á EM í sundi þegar Vísir náði tali af henni í dag. Hún var þá nýkomin af verðlaunapallinum eftir að hafa unnið brons í 100 m baksundi á EM í 25 m laug í Ísrael. Eygló er fyrst íslenskra sundkvenna til að vinna verðlaun á stórmóti í sundi.Sjá einnig: Eygló Ósk vann brons á Evrópumótinu „Ég er komin með harðsperrur í kinnarnar, ég er búin að brosa svo mikið,“ sagði Eygló og hló. Hún segist ekki hafa áttað sig á þegar hún tók síðustu sundtökin að hún væri að tryggja sér verðlaunasæti. „Ég held að ég hafi þurft að horfa upp á töfluna í svona eina og hálfa mínútu til að trúa þessu og átta mig á því að ég hafi í alvörunni náð þriðja sætinu. Ég táraðist bara við það.“ Sterkasta grein Eyglóar er þó 200 m baksundið og segir hún að aðalmarkmið sitt hafi verið að vera á meðal fimm efstu í þeirri grein á mótinu. Keppt er í 200 m baksundi strax í fyrramálið og hefur hún því lítinn tíma til að jafna sig. „Ég þarf eiginlega að drífa mig aftur í laugina til að synda mig niður,“ segir hún. „Ég þarf að slaka á og fara í nudd til að vera tilbúin á morgun.“Sjá einnig: Besti árangur íslenskrar sundkonu Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi og því fara bestu átta sundkonurnar úr undanrásunum beint í úrslitin sem fara fram síðdegis á morgun. „Ég held að ég eigi ekki eftir að átta mig almennilega á þessu fyrr en síðar í kvöld. Nú þarf ég strax að byrja að einbeita mér að næstu grein,“ sagði hún en nánar verður rætt við hana og landsliðsþjálfarann Jacky Pellerin í Fréttablaðinu á morgun.
Sund Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira