Sigríður ósátt við Vigdísi: „Ógeðfelld niðurstaða“ Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2015 20:31 Vigdís Hauksdóttir(til vinstri) og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (til hægri) horfa mismunandi augum á úttekt á rekstri Landspítala Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung." Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, um að verja þrjátíu milljónum króna til að greina rekstur og starfsemi Landspítala, falla ekki í kramið hjá formanni velferðarnefndar þingsins, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, svo vægt sé til orða tekið. „Þetta finnst mér ógeðfelld niðurstaða. Landspítali er vel rekin stofnun og þau hafa fært mjög góð og sannfærandi rök fyrir fjárþörf spítalans“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook síðu sína nú í kvöld og vitnar í frétt Vísis um málið. Þar sagði Vigdís Hauksdóttir það mikilvægt að skoða rekstur spítalans. „Heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans og meirihluti fjárlaganefndar hafa komist að samkomulagi í góðri sátt að taka þrjátíu milljónir út af fjárlögum núna til að greina rekstur og starfsemi spítalans öllum til góða og hagsbóta,“ sagði Vigdís. Hún vonaðist til að þessi greining nýtist og samstilli alla aðila í reiptogi fjárlaga eins og það var orðað. Sigríður Ingibjörg vandar samstarfskonu sinni á þingi, Vigdísi Hauksdóttur, ekki kveðjurnar. „Formaður fjárlaganefndar sem hefur sýnt stjórnendum sjúkrahússins hroka og dónaskap getur ekki viðurkennt mistök heldur á að greina rekstur Landspítalans. Forstjórinn er samþykkur því enda veit hann að sjúkrahúsið er rekið fyrir allt of lítið fé. Það er skuggalegt að það kosti 30 milljónir að sannfæra formann fjárlaganefndar um fjárþörf stærstu stofnunar íslenska ríkisins,“ skrifar Sigríður Ingibjörg. Læknaráð og hjúkrunarráð landspítala sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna fjárveitinga til spítalans og eru þær í samræmi við það sem forstjóri spítalans hefur áður sagt. Fjárþörfin er mun meiri en fjárveitingavaldið áætlar að setja í málaflokkinn. "Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. " Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, skirifar grein um fjárþörf spítalans og íslensks heilbrigðiskerfi í desemberútgáfu blaðsins og kemst að sömu niðurstöðu „Samkvæmt útreikningum hagdeildar Landspítala og lækna í samninganefnd Læknafélags Íslands verður kostnaðurinn að minnsta kosti tvöfalt meiri en þær 400 milljónir sem spítalanum hefur verið úthlutað vegna þessa liðar samninganna,“ segir í leiðara Engilberts og hann vonar að þeir sem stýra þjóðarskútunni leggi aukna áherslu á heilbrigðismál á næsta ári. „Formenn stjórnarflokkanna heyra vitaskuld hávært ákall almennings um úrbætur. Þess vegna hlýtur að mega treysta því að þeir styðji í verki uppbyggingu þjónustunnar. Ekki er seinna vænna eftir eyðimerkurgöngu viðvarandi hagræðingar og niðurskurðar sem spannar brátt aldarfjórðung."
Alþingi Tengdar fréttir 30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
30 milljónir af fjárlögum fara í greiningu á rekstri og starfsemi Landspítalans Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að miklar breytingar verði á tekju og útgjaldahlið frumvarpsins. 2. desember 2015 18:48