Líf vill horfa fram á veginn þrátt fyrir útspil Sóleyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 14:03 Líf Magneudóttir (t.v.) og Sóley Tómasdóttir. Vísir/Ernir Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Líf Magneudóttir, fráfarandi formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera Sóleyjar Tómasdóttur að útskýra ákvörðun hennar að ýta sér til hliðar og fara sjálf í formannsstól ráðsins. Afar skiptar skoðanir eru á útspili Sóleyjar innan vinstri grænna og sýnist sitt hverjum. Líf hefur ekki viljað tjá sig um deilur þeirra Sóleyjar og atburði gærkvöldsins þar sem Sóley var kosin formaður. Sex sátu hjá í kosningu borgarfulltrúanna sem er fáheyrt þegar um breytingar innan einstakra flokka er að ræða. „Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs í minn stað. Ég hef ekki viljað tjá mig um þessa ákvörðun Sóleyjar enda hlýtur það að vera hennar að útskýra hana,“ segir Líf í færslu á Facebook. Fyrir henni horfi málið svona við: „Það sem er gert er gert. Núna skiptir mestu að við horfum fram á veginn og stöndum saman um að vinna að málum Vinstri-grænna í borginni og höfum áhrif til góðs fyrir íbúa og umhverfi. Innanflokksátök um persónur hjálpa okkur ekki við það.“ Kæru vinir.Síðasta sólarhringinn hefur verið fjallað mikið um skipan Sóleyjar Tómasdóttur sem formanns mannréttindaráðs...Posted by Líf Magneudóttir on Wednesday, December 2, 2015 Viðbrögð Lífar nú eru svipuð og þegar Sóley marði 153-152 sigur á Líf í baráttunni um oddvitasætið í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Þá andaði Sóley léttar eftir dramatískar kosningar en Líf sagði mikilvægast að sameinast um málefni flokksins og horfa fram á veginn. Frétt Stöðvar 2 eftir oddvitaslaginn má sjá hér að neðan. Lagt hefur verið til að vinnusálfræðingur verði fenginn til þess að leita sátta í deilum Lífar og Sóleyjar. Ekki hefur þó komið til fundar með sálfræðingnum enn sem komið er. Sóley er stödd á loftslagsráðstefnunni í París. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna. „Ef það má draga lærdóm af þessu þá er hann sá að það þurfi að bæta ákvarðanatökuferlið í borgarstjórnarhópnum og efla tengsl hópsins og grasrótarinnar í flokknum. Það er verkefni okkar allra og ég mun leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu og treysti því að aðrir í borgarstjórnarhópnum geri slíkt hið sama.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, virðist ekki ætla að blanda sér í deilur flokksystra sinna, ekki í fjölmiðlum hið minnsta. Hún sagði í samtali við Vísi í dag hafa verið upplýst um ákvörðun Sóleyjar að taka yfir formannsstöðuna í mannréttindaráði en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45 Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11 Sóley í stað Lífar Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 07:31 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Afar skiptar skoðanir innan VG með ákvörðun Sóleyjar Fjölmargir vissu af plani Sóleyjar Tómasdóttur áður en það barst til eyrna Lífar Magneudóttur. 2. desember 2015 10:45
Sóley ýtir Líf til hliðar og fer sjálf í formanninn Samkvæmt heimildum Vísis hafa samskiptaerfiðleikar verið á milli Lífar og Sóleyjar um langa hríð. 1. desember 2015 18:11