Jón Guðni: Nýtti tækifærið ekki nógu vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 17:41 Jón Guðni eftir undirskriftina í dag. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira