Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2015 15:45 Emil Hallfreðsson. Vísir/AFP Luigi Delneri var í dag ráðinn nýr þjálfari hjá ítalska A-deildarliðinu Hellas verona en hann tekur við af Andrea Mandorlini sem var rekinn í gær. Luigi Delneri er 65 ára gamall og þjálfaði síðast Genoa frá 2012-13. hann hefur þjálfað stórlið eins og Roma (2004-05) og Juventus (2010-11). Luigi Delneri hefur mikla reynslu af þjálfun á Ítalíu en hann hefur meðal annars stýrt nágrannaliðinu Chievo Verona í tvígang, fyrst 2000-04 og svo aftur 2006-07. „Ég vil þakka Maurizio Setti forseta fyrir þetta tækifæri því ég vildi komast aftur í fótboltann," sagði Luigi Delneri á blaðamannafundi í dag. „Hér er félag með mikla ástríðu og mikla hefð. Ég sé gæði í leikmannahópnum og ég sé mikla möguleika að koma liðinu í gang á ný. Mandorlini var fórnarlamb slæmra úrslita að undanförnu en það tekur ekkert frá því sem hann gerði fyrir Hellas Verona," sagði Delneri. „Við munum gera allt til þess að halda okkur í deildinni. Ég vil byggja ofan á starf Mandorlini en ekki rífa allt niður. Ég vil sjá lið sem gefur allt í þetta og er samkeppnishæft á móti öllum," sagði Delneri. Delneri hrósaði íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni sem var fastamaður í liðinu þau fimm ár sem Andrea Mandorlini þjálfaði liðið. „[Luca] Toni and [Giampaolo] Pazzini geta alveg spilað saman og það er líka fullt af öðrum hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu eins og [Emil] Hallfreðsson [Federico] Viviani [Jacopo] Sala and [Luca] Siligardi," sagði Delneri. Hellas verona hefur enn ekki unnið leik í deildinni á þessu tímabili og situr eitt á botni deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum. Ítalski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Luigi Delneri var í dag ráðinn nýr þjálfari hjá ítalska A-deildarliðinu Hellas verona en hann tekur við af Andrea Mandorlini sem var rekinn í gær. Luigi Delneri er 65 ára gamall og þjálfaði síðast Genoa frá 2012-13. hann hefur þjálfað stórlið eins og Roma (2004-05) og Juventus (2010-11). Luigi Delneri hefur mikla reynslu af þjálfun á Ítalíu en hann hefur meðal annars stýrt nágrannaliðinu Chievo Verona í tvígang, fyrst 2000-04 og svo aftur 2006-07. „Ég vil þakka Maurizio Setti forseta fyrir þetta tækifæri því ég vildi komast aftur í fótboltann," sagði Luigi Delneri á blaðamannafundi í dag. „Hér er félag með mikla ástríðu og mikla hefð. Ég sé gæði í leikmannahópnum og ég sé mikla möguleika að koma liðinu í gang á ný. Mandorlini var fórnarlamb slæmra úrslita að undanförnu en það tekur ekkert frá því sem hann gerði fyrir Hellas Verona," sagði Delneri. „Við munum gera allt til þess að halda okkur í deildinni. Ég vil byggja ofan á starf Mandorlini en ekki rífa allt niður. Ég vil sjá lið sem gefur allt í þetta og er samkeppnishæft á móti öllum," sagði Delneri. Delneri hrósaði íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni sem var fastamaður í liðinu þau fimm ár sem Andrea Mandorlini þjálfaði liðið. „[Luca] Toni and [Giampaolo] Pazzini geta alveg spilað saman og það er líka fullt af öðrum hæfileikaríkum leikmönnum í liðinu eins og [Emil] Hallfreðsson [Federico] Viviani [Jacopo] Sala and [Luca] Siligardi," sagði Delneri. Hellas verona hefur enn ekki unnið leik í deildinni á þessu tímabili og situr eitt á botni deildarinnar með sex stig úr fjórtán leikjum.
Ítalski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira