Útlit fyrir að verkfall starfsmanna álversins í Straumsvík hefjist á miðnætti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2015 11:46 vísir/gva Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir fyrirtækið ekki ætla að draga í land með kröfur sínar um aukna heimild til verktöku. Um sé að ræða bæði sanngjarnar og samkeppnishæfar kröfur. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningunum frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum – en starfsmenn segja það ekki koma til greina. „Við erum ekki að biðja um þessum sérstöku reglum sem okkur gilda verði hent út, heldur að þeim verði breytt. Þannig að við teljum afstöðu okkar sanngjarna og hófstillta hvað það varðar. Það hefði alveg verið hægt að ganga lengra, en við gerðum það ekki,“ segir Ólafur. Kjaradeila starfsmanna álversins er í algjörum hnút og bendir flest til þess að verkfall hefjist á miðnætti. Þá verður hafist handa við að slökkva á kerjum álversins og ríkir því mikil óvissa um framtíð þess. „Núna bíðum við eftir að sjá hvort viðsemjendur okkar séu tilbúnir til að ræða okkar sanngjörnu kröfu um að færast nær því viðskiptaumhverfi sem önnur umhverfi hafa varðandi verktöku. Ef ekki þá stefnir að óbreyttu í verkfall,“ segir Ólafur. „Okkar vilji númer eitt, tvö og þrjú er að ná samningum og við teljum allar forsendur til þess. Við erum að greiða samkeppnishæf laun, bjóða sanngjarnar hækkanir og ekki að fara fram á neitt sem önnur fyrirtæki á Íslandi hafa ekki. Þannig að við teljum allar forsendur til að semja.“ Fundur stendur yfir innan samninganefndar starfsmanna álversins í Straumsvík. Gylfi Ingvarsson, talsmaður nefndarinnar, gaf ekki kost á viðtali en sagðist nokkuð vondaufur á að sátt náist. Fyrirhugað verkfall jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar, enda kostnaður við að endurræsa kerin umtalsverður. „Kostnaður við að endurræsa hleypur á hundruðum milljóna. Það er alveg ljóst. Þannig að þetta er niðurstaða sem enginn vill sjá,“ segir Ólafur Teitur. Samningafundi deiluaðila lauk í hádeginu í gær, án niðurstöðu. Hann hafði þá staðið yfir í tæpa klukkustund og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30