Hviður að fara yfir 30 metra á sekúndu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2015 11:43 Veðrið gengur yfir landið í dag en heldur áfram á morgun á Austanverðu landinu. Vísir/GVA Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann. Veður Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingar hjá Veðurstofunni, segir að veðurhvellurinn fari að ná hámarki og svo megi búast við að vind lægi þó það kunni að halda áfram að snjóa á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að veðrið sé um það bil eins og spár gerðu ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið svona nokkurn veginn eftir spánum. Það er einna verst verðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum núna og svo er það líka hvasst á Kjalarnesi og Snæfellsnesinu líka. Á þessum stöðum er vindhraðinn alveg um og yfir 20 metra og hviðurnar yfir 30,“ segir hann.Upp í 34 metra á sekúndu í hviðum Lögreglan hefur varað fólk á illa búnum bílum að fara út í umferðina. Þorsteinn segir að hálka sé víða og færðin slæm á nokkrum vegum. „Á reykjanesbrautinni er 23 metra vindhraði og hviður upp í 34,“ segir hann. „Það virðist vera fært víðast hvar þó það sé mikil hálka.“ Þorsteinn segir skilyrði á Hellisheiði heldur ekki vera góð. „Upp á Hellisheiði er alveg upp í 18 metra meðalvindur og mjög blint. Það er mjög lítið skyggni og hálka en Vegagerðin hefur ekki lokað þarna enn þá.,“ segir hann.Gengur yfir landið síðdegis Óveðrið mun fara af Suðvesturlandinu yfir á Norður- og Austurland með deginum. „Þá fer það yfir Norður- og Austurlandið yfir seinni partinn í dag, þá dettur það niður hérna suðvestanlands, þó það haldi áfram að snjóa þá dettur vindurinn niður.“ Þorsteinn segir að stormurinn sé væntanlega kominn á Vestfirðina en þar er mjög hvasst, í það minnsta á fjallvegum. Snjóar áfram á morgun „Það er bara ekkert ferðaveður í dag en er að ná hámarki hérna Suðvestanlands núna um hádegi,“ segir hann. „Þetta er bara svona hvellur í dag en það gæti þó á morgun snúist í leiðinda norðvestan- og vestanátt á á Norðausturlandi og Austfjörðunum líka, sem stendur alveg fram eftir morgundeginum.“ „Þá mun snjókoman halda áfram á Norðausturlandi áfram eitthvað fram eftir degi þangað til það rofar um kvöldið og dregur úr vindi. Það er svona smá hvellur eftir á morgun á Austanverðu landinu. Svona vindur en aðal snjómagnið verður á Norðaustur- og Austurlandi,“ segir hann.
Veður Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira