Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 11:18 Nemendur í Hagaskóla söfnuðu 2,4 milljónum króna í góðgerðarviku á dögunum. Ágóðinn rann til sýrlenskra flóttamanna sem von er á til Íslands og samtakanna Útmeða, stuðningshóp sem fyrirbyggir sjálfsvíg ungmenna. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon skólastjóri sendir til foreldra barna við skólann í dag kemur fram að nokkuð mörg börn í skólanum séu með leyfi frá foreldrum sínum. Það sé ákvörðun foreldra hvort þeir sæki um leyfi fyrir börn sín eins og fram hafi komið í tilkynningum frá yfirvöldum. „ Hins vegar er sú staða komin upp að mörg börn vilja fara heim og hef ég fengið upplýsingar um að þau hafi verið að bera alls konar upplýsingar í foreldra. Það sem ég hef m.a. heyrt er að kennarar séu veðurtepptir heima hjá sér, að kennarar segi að nemendur megi fara heim, að allir í bekknum séu farnir heim o.sv.frv.“ Ómar Örn segir allt þetta rangt. Í Hagaskóla verði kennsla út daginn og forföll þess eina kennara sem sé veikur verði mönnuð. Nemendur sem ekki eru veikir eða með leyfi fái að sjálfsögðu skráða fjarvist. Ragnheiður Stephensen, kennari við Garðaskóla.Mynd af vefsíðu Garðabæjar„Væla sig heim“ Vísir fjallaði fyrr í dag um stöðu mála í Garðaskóla í Garðabæ þar sem kennari við skólann gagnrýnir foreldra harðlega. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr kennarinn Ragnheiður Stephensen sem telur um 75 prósent nemenda í 10. bekk vanta í skólann.„Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Skólastjóri í Hagaskóla hefur séð sig knúinn til að senda foreldrum barna í skólanum póst. Hagaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en borið hefur á því að þau vilji komast heim úr skólanum í dag og fari heldur frjálslega með sannleikann. Í tölvupósti sem Ómar Örn Magnússon skólastjóri sendir til foreldra barna við skólann í dag kemur fram að nokkuð mörg börn í skólanum séu með leyfi frá foreldrum sínum. Það sé ákvörðun foreldra hvort þeir sæki um leyfi fyrir börn sín eins og fram hafi komið í tilkynningum frá yfirvöldum. „ Hins vegar er sú staða komin upp að mörg börn vilja fara heim og hef ég fengið upplýsingar um að þau hafi verið að bera alls konar upplýsingar í foreldra. Það sem ég hef m.a. heyrt er að kennarar séu veðurtepptir heima hjá sér, að kennarar segi að nemendur megi fara heim, að allir í bekknum séu farnir heim o.sv.frv.“ Ómar Örn segir allt þetta rangt. Í Hagaskóla verði kennsla út daginn og forföll þess eina kennara sem sé veikur verði mönnuð. Nemendur sem ekki eru veikir eða með leyfi fái að sjálfsögðu skráða fjarvist. Ragnheiður Stephensen, kennari við Garðaskóla.Mynd af vefsíðu Garðabæjar„Væla sig heim“ Vísir fjallaði fyrr í dag um stöðu mála í Garðaskóla í Garðabæ þar sem kennari við skólann gagnrýnir foreldra harðlega. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr kennarinn Ragnheiður Stephensen sem telur um 75 prósent nemenda í 10. bekk vanta í skólann.„Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“
Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47