Segir karlfauska eiga erfitt með að sætta sig við ráðningu Þóru Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2015 10:06 Gunnar Smári tekur upp hanskann fyrir Þóru og sendir forsetanum kaldar kveðjur. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans tekur upp hanskann fyrir Þóru Tómasdóttur, samritstjóra sinn í Facebook-færslu nú í morgunsárið. Þóra hefur mátt sæta gagnrýni manna á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson og Andrésar Magnússonar og er meðal annars sökuð um aldursfordóma vegna orða sinna um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í sjónvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 – Eyjunni; að Ísland þyrfti ekki forseta á áttræðisaldri til að leiða sig í gegnum skrýtna tíma. Lýðræðið væri svarið. Eyjan gerir sér mat úr þessari gagnrýni á orð Þóru og við þá umfjöllun tengir Gunnar Smári.Reynt að banka unga konu niðurGunnar Smári gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og telur þessi orð sprottin af þeim rótum að þeir eigi erfitt með að sætta sig við að ung kona hafi verið ráðin á ritstjórastól. „Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við breytingarnar. Þannig eiga margir karlfauskar erfitt með að sætta sig við að ung kona sé ráðinn ritstjóri á fjölmiðil og reyna að banka hana niður og siða hana til um leið og það fréttist,“ skrifar Gunnar Smári á Facebooksíðu sína og bætir við: „Þegar minn ágæti tilvonandi meðritstjóri, Þóra Tómasdóttir, benti á það í spjallþætti (sem annars enginn hlustar á) hversu fáránleg hugmynd það væri að þjóðin kæmist ekki í gegnum óvissutíma án leiðsagnar og verndar eins manns á áttræðisaldri ruku karlarnir upp, köstuðu yfir sig ösku af hneykslan og héldu því fram að ritstjórinn tilvonandi væri að níðast á varnarlausum manni í undirsettri stöðu í mannfélaginu.“Að neðan má sjá umræddan þátt Eyjunnar þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Tómasdóttir ræddu stöðu forsetans.Forsetinn gerir út á ótta sem hann elur á sjálfurGunnar Smári beinir næst spjótum sínum að forsetanum sjálfum: „Auðvitað er það fullkomin þvæla að Íslendingar þurfi á leiðsögn Ólafs Ragnars að halda í gegnum óvissuna sem framtíðin geymir. Í raun myndi það litlu breyta fyrir þjóðina þótt Ólafur Ragnar hefði aldrei fæðst. Ólafur Ragnar hefur svo lítið að gefa þjóð sinni að eina von hans til að hanga í starfi er að planta ugg í hræddar sálir og bjóða þeim síðan vernd gegn óttanum sem hann hefur sjálfur magnað upp. Það er svo aukaatriði að Ólafur Ragnar er á áttræðisaldri en hins vegar fullkomlega eðlilegt að benda á það í samhengi við það hlutverk hann Ólafur Ragnar ætlar sér sem einu vörn þjóðarinnar; eini skarpi hugur lýðveldisins og eini óbeygði vilji landsins. Hann er að sækja um starf til næstu fjögurra ára en er kominn á þann aldur að óheimilt væri að ráða hann til annarra starfa á vegum ríkisins.“Framboð Ólafs Ragnars hálfgert svindl Gunnar Smári má heita sérfróður um Ólaf Ragnar Grímsson en fljótlega eftir að hann tók við embætti árið 1996 skrifaði hann Bessastaðabækurnar, grínbók um Ólaf Ragnar á Bessastöðum. Gunnar Smári lýkur svo pistli sínum á því að undirstrika orða samritstjóra síns: „Þóra var því ekki að vísa til einkanlegra fordóma heldur almennra og viðurkenndra sanninda í samfélaginu sem markað hafa lög og reglur þess. Þar sem framboð Ólafs Ragnars gengur á svig við þessar meginreglur er sjálfsagt að benda á þessi sannindi í samhengi við þá heimskulegu óttahugmynd að þjóðin hafi þörf fyrir einn sterkan leiðtoga á óvissutímum.Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 1. desember 2015 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans tekur upp hanskann fyrir Þóru Tómasdóttur, samritstjóra sinn í Facebook-færslu nú í morgunsárið. Þóra hefur mátt sæta gagnrýni manna á borð við Hannes Hólmstein Gissurarson og Andrésar Magnússonar og er meðal annars sökuð um aldursfordóma vegna orða sinna um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í sjónvarpsþætti Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 – Eyjunni; að Ísland þyrfti ekki forseta á áttræðisaldri til að leiða sig í gegnum skrýtna tíma. Lýðræðið væri svarið. Eyjan gerir sér mat úr þessari gagnrýni á orð Þóru og við þá umfjöllun tengir Gunnar Smári.Reynt að banka unga konu niðurGunnar Smári gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og telur þessi orð sprottin af þeim rótum að þeir eigi erfitt með að sætta sig við að ung kona hafi verið ráðin á ritstjórastól. „Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við breytingarnar. Þannig eiga margir karlfauskar erfitt með að sætta sig við að ung kona sé ráðinn ritstjóri á fjölmiðil og reyna að banka hana niður og siða hana til um leið og það fréttist,“ skrifar Gunnar Smári á Facebooksíðu sína og bætir við: „Þegar minn ágæti tilvonandi meðritstjóri, Þóra Tómasdóttir, benti á það í spjallþætti (sem annars enginn hlustar á) hversu fáránleg hugmynd það væri að þjóðin kæmist ekki í gegnum óvissutíma án leiðsagnar og verndar eins manns á áttræðisaldri ruku karlarnir upp, köstuðu yfir sig ösku af hneykslan og héldu því fram að ritstjórinn tilvonandi væri að níðast á varnarlausum manni í undirsettri stöðu í mannfélaginu.“Að neðan má sjá umræddan þátt Eyjunnar þar sem Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Tómasdóttir ræddu stöðu forsetans.Forsetinn gerir út á ótta sem hann elur á sjálfurGunnar Smári beinir næst spjótum sínum að forsetanum sjálfum: „Auðvitað er það fullkomin þvæla að Íslendingar þurfi á leiðsögn Ólafs Ragnars að halda í gegnum óvissuna sem framtíðin geymir. Í raun myndi það litlu breyta fyrir þjóðina þótt Ólafur Ragnar hefði aldrei fæðst. Ólafur Ragnar hefur svo lítið að gefa þjóð sinni að eina von hans til að hanga í starfi er að planta ugg í hræddar sálir og bjóða þeim síðan vernd gegn óttanum sem hann hefur sjálfur magnað upp. Það er svo aukaatriði að Ólafur Ragnar er á áttræðisaldri en hins vegar fullkomlega eðlilegt að benda á það í samhengi við það hlutverk hann Ólafur Ragnar ætlar sér sem einu vörn þjóðarinnar; eini skarpi hugur lýðveldisins og eini óbeygði vilji landsins. Hann er að sækja um starf til næstu fjögurra ára en er kominn á þann aldur að óheimilt væri að ráða hann til annarra starfa á vegum ríkisins.“Framboð Ólafs Ragnars hálfgert svindl Gunnar Smári má heita sérfróður um Ólaf Ragnar Grímsson en fljótlega eftir að hann tók við embætti árið 1996 skrifaði hann Bessastaðabækurnar, grínbók um Ólaf Ragnar á Bessastöðum. Gunnar Smári lýkur svo pistli sínum á því að undirstrika orða samritstjóra síns: „Þóra var því ekki að vísa til einkanlegra fordóma heldur almennra og viðurkenndra sanninda í samfélaginu sem markað hafa lög og reglur þess. Þar sem framboð Ólafs Ragnars gengur á svig við þessar meginreglur er sjálfsagt að benda á þessi sannindi í samhengi við þá heimskulegu óttahugmynd að þjóðin hafi þörf fyrir einn sterkan leiðtoga á óvissutímum.Þótt tímarnir séu blessunarlega að breytast þá lifir enn í fornum glæðum sem eiga erfitt með sætta sig við...Posted by Gunnar Smári Egilsson on 1. desember 2015
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira