Alcan sagt vilja losna við raforkukaup Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Lokun álversins hefst á miðnætti að öllu óbreyttu. Miklar líkur eru taldar á því að Alcan hætti starfsemi fyrir fullt og allt í Straumsvík. Hafist verður handa á miðnætti við að loka álverinu í Straumsvík. Samningafundi var slitið í gær án árangurs og ekki boðað til nýs fundar í deilu starfsmanna. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna, segir engan vilja fyrirtækisins til að semja við starfsfólk sitt. „Það er enginn vilji hjá Alcan til að ganga til samninga, það er á hreinu. Því er vilji þeirra einhver annar. Nú mun brátt fara í hönd lokunarferli álversins. Það er greinilega það sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja. Við munum í samninganefnd starfsmanna halda fund í fyrramálið (dag) til að fara yfir stöðuna,“ segir Gylfi.Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Alcanvísir/vilhelmHann segir evrópska blaðamenn hafa haft samband við sig vegna málsins þar sem orðrómur er um að Alcan sé með þessu móti að koma sér hjá kaupskyldu á rafmagni frá Landsvirkjun. Komið hefur fram að núverandi samningur Landsvirkjunar við eigendur álversins sé á þá leið að Alcan skuldbindi sig til þess að kaupa raforku til ársins 2036. Í samningum um álver í Straumsvík við íslenska ríkið hefur einnig verið ákvæði um óviðráðanleg öfl. Í upprunalega samningnum milli stjórnvalda og AluSuisse var kveðið á um að vinnudeilur og verkföll væru hluti af svokölluðum óviðráðanlegum öflum ásamt styrjöldum, náttúruhamförum og öðrum þáttum. Yrði þetta ákvæði virkjað losnaði fyrirtækið undan kaupskyldu á rafmagni. Gylfi segist óttast að eitthvað slíkt sé uppi á teningnum. „Þetta hafa erlendir blaðamenn allavega viljað ræða við mig og telja áhugaleysi Alcan til að semja við okkur vera hluta af stærri sögu,“ segir Gylfi.Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi AlcanHvorki Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, né Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vildu staðfesta hvort umrætt ákvæði væri í núgildandi samningi sem undirritaður var í fyrra. Samningurinn væri að öllu leyti trúnaðarmál. „Staðan er alvarleg, því er ekki að neita en markmið okkar er að semja, það er alveg ljóst,“ segir Ólafur Teitur. „Kostnaðurinn við að endurræsa álverið eftir lokun sem þessa gæti numið hundruðum milljóna króna.“ Fram kemur í minnisblaði Hafnarfjarðarbæjar að viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði nemi allt að tveimur milljörðum á ári. Að sama skapi eru beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík 1,7 milljarðar á ári. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Við vonum að það verði hægt að finna lausn á þessari deilu. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila að samningar náist,“ sagði Haraldur. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, veiti ekki viðtal þegar eftir því var leitað. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hafist verður handa á miðnætti við að loka álverinu í Straumsvík. Samningafundi var slitið í gær án árangurs og ekki boðað til nýs fundar í deilu starfsmanna. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna, segir engan vilja fyrirtækisins til að semja við starfsfólk sitt. „Það er enginn vilji hjá Alcan til að ganga til samninga, það er á hreinu. Því er vilji þeirra einhver annar. Nú mun brátt fara í hönd lokunarferli álversins. Það er greinilega það sem forsvarsmenn fyrirtækisins vilja. Við munum í samninganefnd starfsmanna halda fund í fyrramálið (dag) til að fara yfir stöðuna,“ segir Gylfi.Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Alcanvísir/vilhelmHann segir evrópska blaðamenn hafa haft samband við sig vegna málsins þar sem orðrómur er um að Alcan sé með þessu móti að koma sér hjá kaupskyldu á rafmagni frá Landsvirkjun. Komið hefur fram að núverandi samningur Landsvirkjunar við eigendur álversins sé á þá leið að Alcan skuldbindi sig til þess að kaupa raforku til ársins 2036. Í samningum um álver í Straumsvík við íslenska ríkið hefur einnig verið ákvæði um óviðráðanleg öfl. Í upprunalega samningnum milli stjórnvalda og AluSuisse var kveðið á um að vinnudeilur og verkföll væru hluti af svokölluðum óviðráðanlegum öflum ásamt styrjöldum, náttúruhamförum og öðrum þáttum. Yrði þetta ákvæði virkjað losnaði fyrirtækið undan kaupskyldu á rafmagni. Gylfi segist óttast að eitthvað slíkt sé uppi á teningnum. „Þetta hafa erlendir blaðamenn allavega viljað ræða við mig og telja áhugaleysi Alcan til að semja við okkur vera hluta af stærri sögu,“ segir Gylfi.Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi AlcanHvorki Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, né Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vildu staðfesta hvort umrætt ákvæði væri í núgildandi samningi sem undirritaður var í fyrra. Samningurinn væri að öllu leyti trúnaðarmál. „Staðan er alvarleg, því er ekki að neita en markmið okkar er að semja, það er alveg ljóst,“ segir Ólafur Teitur. „Kostnaðurinn við að endurræsa álverið eftir lokun sem þessa gæti numið hundruðum milljóna króna.“ Fram kemur í minnisblaði Hafnarfjarðarbæjar að viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði nemi allt að tveimur milljörðum á ári. Að sama skapi eru beinar tekjur Hafnarfjarðarbæjar af álverinu í Straumsvík 1,7 milljarðar á ári. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Við vonum að það verði hægt að finna lausn á þessari deilu. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla aðila að samningar náist,“ sagði Haraldur. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, veiti ekki viðtal þegar eftir því var leitað.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira