Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2015 11:48 Magnús Guðmundsson á leið í gæsluvarðhald í maí 2010 Vísir/Anton Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira