Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2015 11:48 Magnús Guðmundsson á leið í gæsluvarðhald í maí 2010 Vísir/Anton Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira