Óhjákvæmilegt að refsa Tyrkjum Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2015 05:00 Að venju var mikið fjölmenni á hinum árlega blaðamannafundi Pútíns, sem sjónvarpað var í gær. vísir/epa Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira